"Ríkisstjórn ríka fólksins“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. september 2014 20:00 Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. vísir/gva „Ríkisstjórn ríka fólksins, sér sem fyrr um sína. Það verður æ ljósara. Verkefnið er að koma henni frá og knýja fram stjórnarstefnu í þágu þjóðarinnar allrar. Við eigum betra skilið.“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Fór hann hörðum orðum um starfandi ríkisstjórn og breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.Í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Það þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Árni Páll gagnrýndi það harðlega. „Í fjárlagafrumvarpinu er fundið upp á því nýmæli að hækka hollan mat en gera óhollustu ódýrari. Tekjur af nýjum álögum á hollan mat og menningu eiga að fara til að lækka vörugjöld á flatskjái og klósett. Á móti á að hækka barnabætur lítillega, en ríkisstjórnin lækkaði þær verulega í fyrra og boðuð hækkun vegur ekki einu sinni þá lækkun upp,“ sagði Árni. Þá telur hann þessa hækkun koma sér einstaklega illa fyrir barnlaust launafólk sem og barnafjölskyldur, en samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið mun matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu, þar sem annað barnið er yngra en sjö ára, mun hækka um 42.240 krónur á ári. „Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“ Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
„Ríkisstjórn ríka fólksins, sér sem fyrr um sína. Það verður æ ljósara. Verkefnið er að koma henni frá og knýja fram stjórnarstefnu í þágu þjóðarinnar allrar. Við eigum betra skilið.“ Þetta sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í kvöld. Fór hann hörðum orðum um starfandi ríkisstjórn og breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær.Í fjárlagafrumvarpinu er áætlað að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Það þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósentustig. Árni Páll gagnrýndi það harðlega. „Í fjárlagafrumvarpinu er fundið upp á því nýmæli að hækka hollan mat en gera óhollustu ódýrari. Tekjur af nýjum álögum á hollan mat og menningu eiga að fara til að lækka vörugjöld á flatskjái og klósett. Á móti á að hækka barnabætur lítillega, en ríkisstjórnin lækkaði þær verulega í fyrra og boðuð hækkun vegur ekki einu sinni þá lækkun upp,“ sagði Árni. Þá telur hann þessa hækkun koma sér einstaklega illa fyrir barnlaust launafólk sem og barnafjölskyldur, en samkvæmt greiningu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið mun matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu, þar sem annað barnið er yngra en sjö ára, mun hækka um 42.240 krónur á ári. „Barnlaust launafólk jafnt og barnafjölskyldur munu því bera hækkunina óbætta. Samt kiknar Framsóknarflokkurinn í hnjánum og virðist ætla að beygja sig í duftið til þess að matarskatturinn nái fram að ganga.“
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira