Lífið

Hver sem er getur gerst stjórnmálamaður eina kvöldstund

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ármann er heimspekikennari sem vill gefa nemendum tækifæri að bregða sér í líki stjórnmálamanna.
Ármann er heimspekikennari sem vill gefa nemendum tækifæri að bregða sér í líki stjórnmálamanna.
Ármann Halldórsson, kennari og spilahönnuður, býður í fyrsta sinn upp á opið spilakvöld á Klapplandi, hlutverkaspili þar sem fólki gefst tækifæri á að prófa það á eigin skinni hvernig er að vera stjórnmálamaður.

„Þetta er spil þar sem fólk fer í hlutverk og þykist vera stjórnmálamenn. Það þarf að beita klækjum og brögðum til að ná völdum og fólk myndar sína eigin flokka og bandalög,“ útskýrir Ármann. Spilið er hugsað sem kennslugagn og hann hefur þegar prófað það á nemendum. „Sumir bregðast neikvætt við fyrst en flestum finnst þetta skemmtilegt þegar þetta er komið af stað. Þeir sem hafa áhuga á pólitík og eru opnir fyrir því að vera að plotta svolítið njóta sín vel í þessu.“  Hver og einn fær hlutverk og markmið í spilinu og er takmarkið að ná markmiðinu og læra svolítið í leiðinni um lýðræði og stjórnmál.

Prufuspilið verður haldið í spilasal Nexus við Nóatún á morgun klukkan 20.00 og eru allir velkomnir. „Ekki síst fyrir fólk í menntageiranum sem er að velta því fyrir sér að nota spil og leiki almennt í kennslu. Það er stóra markmiðið mitt, að efla það.“ 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×