Lífið

Uppselt þrátt fyrir fjarveru Gillz og Óla

Þórður Ingi Jónsson skrifar
GVA
"Fjölmargir lýstu sátt við þetta og strax og fréttir bárust af breytingunni þá seldist upp á ballið," segir Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgar í samtali við Vísi. Samkvæmt nemendafélagi skólans var þetta eitt aðsóknarmesta ballið frá upphafi.



 


Eins og áður hefur komið fram voru umdeildir plötusnúðar, þeir Óli Geir og Gillzenegger afboðaðir á nýnemaballi skólans. Rapparinn Blaz Roca var fenginn í staðinn til að skemmta lýðnum.

Þeir sem voru ósáttir við skiptinguna gátu fengið endurgreitt í dag.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×