Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2014 14:52 Sigmundur og Bjarni tjáðu sig um virðisaukaskattkerfið á annan hátt þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefsíðu sína fyrir þremur árum. Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti í gær kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7 prósentum í 12 prósent. Sú ákvörðun að hækka er í andstöðu við markmið Sigmundar Davíðs fyrir þremur árum kæmist Framsókn í ríkisstjórn. „Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ sagði forsætisráðherra ennfremur í pistlinum sem birtist þann 8. ágúst 2011. Þá var Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði þá einnig: „Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“ Reyndar var almennur virðisaukaskattur á Íslandi ekki sá hæsti í heiminum á þeim tíma en þó vissulega einn sá hæsti í heiminum. Hann verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á efra virðisaukaskattsþrepinu.Bjarni Benediktsson og Norðurlöndin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þinginu árið 2009, þegar fjallað var um ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samylkingarinnar um að hækka efra virðisaukaskattsþrepið úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent, að íslenskt skattaumhverfi væri sífellt meira að ríkjast umhverfinu á Norðurlöndum: „Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.“ Þegar virðisaukaskattur annarra Norðurlanda er skoðaður kemur í ljós að eftir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu hér á landi mun það verða enn líkara skattaumhverfinu í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Danmörk sker sig úr þegar það kemur að virðisaukaskatti, því neðra þrepið þar í landi er 0 prósent en flest allt fellur undir efra þrepið.Samanburður á virðisaukaskatti á NorðurlöndunumEfra þrepið á Íslandi verður 24% og neðra þrepið verður 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk ákveðinna ferða í ferðaþjónustunni og fleiri hluta. Efra þrepið í Noregi er 25% og það neðra 15%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið. Efra þrepið í Svíþjóð er 25% og það neðra er 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið auk þess sem ferðaþjónustan og veitingastaðir borga 12% virðisaukaskatt af sínum vörum og þjónustu fyrir utan áfengi. Efra þrepið í Finnlandi er 24% og það neðra 14%, en matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk dýrafóðurs og veitingastaða. Efra þrepið í Danmörku er 25% og það neðra er 0%. Matvæli falla undir efra þrepið. Undir neðra þrepið falla dagblöð, ákveðnar tegundir af skipum, þjónusta við flugvélar og ýmislegt fleira. Fjárlög Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefsíðu sína fyrir þremur árum. Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti í gær kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7 prósentum í 12 prósent. Sú ákvörðun að hækka er í andstöðu við markmið Sigmundar Davíðs fyrir þremur árum kæmist Framsókn í ríkisstjórn. „Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ sagði forsætisráðherra ennfremur í pistlinum sem birtist þann 8. ágúst 2011. Þá var Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði þá einnig: „Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“ Reyndar var almennur virðisaukaskattur á Íslandi ekki sá hæsti í heiminum á þeim tíma en þó vissulega einn sá hæsti í heiminum. Hann verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á efra virðisaukaskattsþrepinu.Bjarni Benediktsson og Norðurlöndin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þinginu árið 2009, þegar fjallað var um ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samylkingarinnar um að hækka efra virðisaukaskattsþrepið úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent, að íslenskt skattaumhverfi væri sífellt meira að ríkjast umhverfinu á Norðurlöndum: „Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.“ Þegar virðisaukaskattur annarra Norðurlanda er skoðaður kemur í ljós að eftir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu hér á landi mun það verða enn líkara skattaumhverfinu í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Danmörk sker sig úr þegar það kemur að virðisaukaskatti, því neðra þrepið þar í landi er 0 prósent en flest allt fellur undir efra þrepið.Samanburður á virðisaukaskatti á NorðurlöndunumEfra þrepið á Íslandi verður 24% og neðra þrepið verður 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk ákveðinna ferða í ferðaþjónustunni og fleiri hluta. Efra þrepið í Noregi er 25% og það neðra 15%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið. Efra þrepið í Svíþjóð er 25% og það neðra er 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið auk þess sem ferðaþjónustan og veitingastaðir borga 12% virðisaukaskatt af sínum vörum og þjónustu fyrir utan áfengi. Efra þrepið í Finnlandi er 24% og það neðra 14%, en matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk dýrafóðurs og veitingastaða. Efra þrepið í Danmörku er 25% og það neðra er 0%. Matvæli falla undir efra þrepið. Undir neðra þrepið falla dagblöð, ákveðnar tegundir af skipum, þjónusta við flugvélar og ýmislegt fleira.
Fjárlög Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00
Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42
Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15