Jón Arnór Stefánsson átti góðan leik þegar CAI Zaragoza lagði La Bruixa D`or 74-71 í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í hádeginu. Jón Arnór skoraði 16 stig í leiknum.
Leikurinn var jafn og spennandi og réðust úrslitin ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins. Bruxia var 40-37 yfir í hálfleik.
Fyrir utan stigin 16 tók Jón Arnór 3 fráköst og gaf eina stoðsendingu.
CAI Zaragoza er í 6. sæti deildarinnar með 15 sigra í 24 leikjum. Bruixa er í 16. sæti.
Körfubolti