Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 21:15 Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins.
Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30