Íslenski körfuboltadómarinn Aðalsteinn Hjartarson dæmdi um helgina bikarúrslitaleikinn í svissneska körfuboltanum þar sem Les Lions de Genève tryggði sér svissneska bikarinn eftir 73-59 sigur á Fribourg Olympic.
Þetta er þriðji bikarúrslitaleikur karla sem Aðalsteinn dæmir í Sviss en hann hefur einnig dæmt fjóra bikarúrslitaleiki hjá konunum. Aðalsteinn var því að dæma sinn sjöunda bikarúrslitaleik um helgina.
Aðalsteinn hefur verið búsettur í Sviss meira eða minna undanfarin átján ár en hann var heima á Íslandi á árunum 2002 til 2004. Hann hefur verið FIBA-dómari frá árinu 1999 en dæmdi ekki á árunum 2004 til 2009 vegna meiðsla.
Aðalsteinn hefur fengið fullt af flottum verkefnum undanfarin ár en hann dæmi úrslitaleikinn í deildarbikar kvenna fyrir mánuði síðan og einnig úrslitaleikinn í deildarbikar karla fyrir ári síðan.
Aðalsteinn fékk einnig sérstakt verkefni fyrir nokkrum árum þegar hann dæmdi þrjá vináttulandsleiki á milli unglingalandsliða Sviss og Norður Kóreu. Leikirnir fóru fram í Norður-Kóreu og er hann örugglega fyrsti og eini Íslendingurinn sem hefur dæmt körfuboltaleik í Norður-Kóreu.
Það er hægt að sjá myndband frá úrslitaleiknum sem svissneska sambandið setti saman með því að smella hér.
Aðalsteinn dæmdi bikarúrslitaleikinn í Sviss
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið






„Ég trúi þessu varla“
Sport

Gylfi orðinn Víkingur
Íslenski boltinn


Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val
Íslenski boltinn

Carragher kallaði Ferdinand trúð
Enski boltinn