Ráðherra segir úrskurð ekki hindra byggingu kísilvera Kristján Már Unnarsson skrifar 8. október 2014 21:45 Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Eftirlitsstofnun EFTA hefur komist að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hafi veitt ólögmæta ríkisaðstoð með fjárfestingarsamningum sem gerðir voru til að liðka fyrir iðnaðaruppbyggingu fimm fyrirtækja, Becromals á Akureyri, gagnavers Verne, Kísilfélagsins, Thorsils og GMR Endurvinnslu. Iðnaðarráðherra segir að þetta muni engin áhrif hafa á þau fjárfestingaráform sem nú eru í undirbúningi, eins og kísilver. Ástæða þess að ríkisaðstoðin er talin ólögmæt er annars vegar sú að tvö af viðkomandi verkefnum voru þegar hafin áður en gengið var frá fjárfestingarsamningi. Því hafi ekki verið sýnt fram á að ívilnun væri forsenda þess að viðkomandi verkefni yrðu að veruleika. Hins vegar er bent á að í þremur tilvikum hafi ríkisaðstoð falist í rekstraraðstoð en ekki beinni fjárfestingaraðstoð, en slíkt er óheimilt samkvæmt reglum EES-samningsins.Becromal á Akureyri gæti þurft að endurgreiða ríkinu 30 milljóna króna ríkisaðstoð.Tvo af fyrirtækjunum hófu aldrei rekstur. Hjá öðrum tveimur nemur áætluð endurgreiðsla ríkisaðstoðar smáum fjárhæðum, en í einu tilviki, Becromal, er áætluð endurgreiðsla á þriðja tug milljóna. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að þessi niðurstaða ESA ætti ekki að trufla á neinn hátt þær fjárfestingar sem nú eru fyrirhugaðar, eins og kísilver United Silicon í Helguvík, sólarkísilver Silicor Material á Grundartanga og kísilver PCC á Húsavík. „Þetta er algerlega þeim ótengt og hefur ekkert með þau að gera,“ sagði ráðherrann.Svona á kísilver PCC á Bakka að líta út fullbyggt.Grafík/PCC.Í fréttatilkynningu ráðuneytisins síðdegis kemur fram að ákvörðun ESA snúi að lögum sem féllu úr gildi í lok árs 2013. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hafi lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra laga um ívilnanir fyrir nýfjárfestingar á Íslandi. Við gerð þess hafi meðal annars verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem borist höfðu frá ESA. Frumvarpið, sem og þeir fjárfestingarsamningar sem gerðir hafi verið á þessu ári, séu því með fyrirvara um samþykki ESA og hafi ráðuneytið átt í reglubundnum samskiptum við ESA um framgang þeirra mála.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira