Fótbolti

Rosengård í góðri stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sara Björk er fyrirliði Rosengård.
Sara Björk er fyrirliði Rosengård. Vísir/Valli
Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn þegar Rosengård vann góðan 1-3 útisigur á rússneska liðinu Ryazan-VDV í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta.

Sænsku meistararnir komust yfir með marki Katrin Schmidt á 52. mínútu og tólf mínútum síðar bætti hin brasilíska Marta öðru marki við.

Ksenia Tsybutovich, fyrirliði Ryazan, minnkaði muninn á 75. mínútu, en hollenski framherjinn Kirsten van de Ven gulltryggði sigur Rosengård með marki í uppbótartíma.

Seinni leikurinn fer fram í Malmö eftir viku, en óhætt er að segja að Sara og stöllur hennar séu í góðri stöðu eftir fyrri leikinn.

Katrín Ómarsdóttir kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 28 mínútur leiksins þegar Liverpool vann sænska liðið Linköping með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli í Meistaradeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×