Innlent

Málefni Háholts tekin fyrir í fjárlaganefnd

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði.
Meðferðarheimilið Háholt í Skagafirði. vísir/gva
Málefni meðferðarheimilisins Háholts í Skagafirði verða tekin fyrir á fundi fjárlaganefndar miðvikudaginn 22. október næstkomandi. Oddný G. Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, krafðist þess að fjárlaganefnd fundaði um málið í ljósi þjónustusamnings við meðferðarheimilið upp á tæpar 500 milljónir.

Um er að ræða þjónustusamning til þriggja ára við Háholt, þvert á vilja Barnaverndarstofu. Telur Barnaverndarstofa að ekki sé grundvöllur fyrir að verja þeim fjármunum sem þarf til starfseminnar þar sem nýting á úrræðinu sé ófullnægjandi. Þá telur stofan staðsetningu heimilisins í Skagafirði óheppilega í ljósi þess að takmarkaður aðgangur er að fagfólki á þessu svæði.

Fleiri hafa gagnrýnt samninginn og á meðal þeirra er Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður velferðarnefndar. Hún sagði í gær samninginn vera slæma meðferð á ríkisfjármunum og ítrekaði gagnrýni Barnaverndarstofu á staðsetningu meðferðarheimilisins.

Eygló Harðardóttir velferðarráðherra neitar því þó að byggðarsjónarmið hafi ráðið för við endurnýjun samningsins. Hún segir að um bráðabirgðalausn sé að ræða og hefur skipað starfshóp sem falið hefur verið að fara yfir mál félagsþjónustu og barnaverndar.


Tengdar fréttir

Hunsaði fyrirmæli ríkisendurskoðanda í Háholtsmálinu

Velferðarráðuneytið lagðist gegn því að setja ákvæði um nýtingarhlutfall í þjónustusamning við meðferðarheimilið Háholt þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun hefði gefið Barnaverndarstofu fyrirmæli um að hafa slíkt ákvæði í samningum.

„Ekki góð meðferð á ríkisfjármunum“

Formaður velferðarnefndar Alþingis segir að endurnýjun 500 milljóna samnings við meðferðarheimilið Háholt sé ekki góð meðferð á ríkisfjármunum, en ríkissjóður setur um 1.200 milljónir í barnavernd á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×