Áfengisfrumvarpið tekið fyrir: „Áfengisstefnan er ennþá sú sama“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. október 2014 18:52 Vilhjálmur segir frjálsa áfengissölu ekki vera lýðheilsumál. Vísir/Anton Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar. Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Byggðasjónarmið ráða því að Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að sala á sterku áfengi verði einnig gefin frjáls en ekki bara bjór og léttvín. „Ef að vínbúðir væru aðeins að selja sterkt áfengi væri ekki rekstrargrundvöllur fyrir þeim á ákveðnum stöðum,“ útskýrði hann á Alþingi í kvöld, þar sem frumvarp hans um frjálsa sölu á áfengi er til umræðu.Sama stefna áfram Þegar er kominn langur listi þingmanna sem ætla að taka þátt í umræðunum. Skiptar skoðanir eru á málinu, líkt og áður, en Vilhjálmur segir í raun enga breytingu verða á stefnu stjórnvalda í áfengismálum verði frumvarpið samþykkt. „Áfengisstefnan er ennþá sú sama en frumvarpið gerir ráð fyrir auknum fjármunum til að framfylgja þeirri stefnu,“ sagði Vilhjálmur sem benti á að ekki er gerð breyting á aldurstakmörkunum vegna sölu áfengis.Furða sig á forgangsröðuninni Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, gerði að umtalsefni forgangsröðun Sjálfstæðismanna en málið er fyrsta þingmannafrumvarpið sem tekið er á dagskrá þingsins. 22 önnur frumvörp frá þingmönnum bíða fyrstu umræðu. „Þó að þetta sé út af fyrir sig mál sem skiptar skoðanir eru um og sjálfsagt að ræða og taka til skoðunar þá tekur maður eftir að þingflokkur Sjálfstæðisflokks skuli gera þetta að einu helsta forgangsmáli sínu,“ sagði Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, um þetta. Vilhjálmur sagði að þetta væri forgangsmál og sagði lýðræðislegt að málið fengi umræðu á þingi.Ekki lýðheilsumál Ekki er samstaða um málið í öllum flokkum og eru þeir sumir klofnir í afstöðu sinni. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fjallaði til að mynda um lýðheilsusjónarmið sem mæli gegn því að leyfa áfengissölu í verslunum. Benti hann á að unglingadrykkja væri með allra minnsta móti hér á landi. Þá gagnrýndi Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, að frumvarpið ætti ekki að ganga til velferðarnefndar, þar sem lýðheilsustefna stjórnvalda væri mörkuð. Vilhjálmur leggur til að frumvarpið fari til allsherjar- og menntamálanefndar að lokinni fyrstu umræðu. „Þetta kemur inn á lýðheilsumál en er ekki lýðheilsumál,“ sagði Vilhjálmur sem þó sagðist vilja óska eftir umsögn nefndarinnar.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira