Lífið

Segir Beyoncé vera auman femínista

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Annie til vinstri, Beyoncé til hægri.
Annie til vinstri, Beyoncé til hægri. vísir/getty
Söngkonan Annie Lennox segir í viðtali við vefsíðuna Pride Source að söngkonan Beyoncé sé „lite“ femínisti og líkir henni þannig við matvæli á borð við Coke Lite sem innihalda færri hitaeiningar.  

„Ég myndi kalla þetta „lite“ femínisma. L-I-T-E. Þið verðið að afsaka,“ segir Annie en bætir við að henni finnist Beyoncé stórkostlegur listamaður.

„Mér finnst hún ótrúlegur listamður, ég elska að horfa á hana koma fram. En mig langar að setja niður (með henni). Ég held að við ættum að setjast niður með nokkrum listamönnum og tala við þá. Mig langar að hlusta á þá; mig langar að heyra hvað þeim finnst í alvörunni,“ segir Annie. Henni blöskrar að orðið femínismi sé orðið tískuorð hjá poppstjörnum samtímans.

„Ég sé margar þeirra taka orðið í gíslingu og nota það til að koma sér á framfæri en ég held að þær sýni ekki það sem femínismi stendur fyrir. Ég held að orðið sé þægilegt fyrir suma og það lítur vel út og það er róttækt að nota það en ég er ósammála þessari notkun. Auðvitað er ég það. Mér finnst þetta lélegt,“ segir Annie.

„Kynlíf selur alltaf. Og það er ekkert að því en það fer eftir áhorfendunum. Ef þeir eru sjö ára gamlir krakkar þá get ég ekki samþykkt þetta,“ bætir hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×