Lífið

Kenna stúlkum hvernig þær eiga að klæða sig með hjálp Pretty Woman

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Nemendur í Devils Lake-miðskólanum í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum voru kallaðir á sal fyrir stuttu. 

Þar sýndi aðstoðarskólastjórinn nokkur myndbrot úr kvikmyndinni Pretty Woman frá árinu 1990 og bar klæðaburð nemenda sinna við klæðaburð vændiskonunnar Vivian Ward, sem leikin er af Juliu Roberts í myndinni. Frá þessu er sagt á vefsíðu Live 5 News.

Þessi fyrirlestur kemur í kjölfar hertra regla um klæðaburð í skólanum en skólastjórnendur hafa bannað leggings og þröngar gallabuxur. Skólastjórnendur segja þetta ekki gert til að hlutgera konur heldur til að tryggja að piltarnir í skólanum einbeiti sér að náminu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×