Kjartan fékk tækifæri til að minnka muninn á 90. mínútu en þrumaði boltanum hátt yfir markið. Sjaldséð tilþrif hjá þessari annars frábæru vítaskyttu.
Honum hefur nú reyndar brugðist bogalistin tvisvar sinnum í röð. Twitter-síðan KR Tölfræði greindi frá því í gærkvöldi að Kjartan hefði skorað úr ellefu spyrnum í röð, en er nú búinn að klúðra tveimur síðustu.
Kjartan Henry er einhver albesta vítaskytta Pepsi-deildarinnar, en fyrir tveimur árum varð hann fyrstur til að skora þrennu úr vítaspyrnum þegar KR lagði ÍBV í Frostaskjólinu.
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur Stöðvar 2 Sports, hitti Kjartan að máli í Vesturbænum eftir það afrek og fékk hann til að sýna hvernig alvöru skyttur bera sig að.
Þórsarar gerðu góðlátlegt grín að Kjartani Henry eftir leikinn í gær, en Jóhann Helgi Hannesson, framherji Þórs, birti mynd á Twitter-síðu sinni þar sem hann sagðist hafa fundið boltann úti við Hrísey.
Þórsarar lyftu sér upp í tíunda sæti Pepsi-deildarinnar með sigrinum, en þeir hafa átta stig eftir ellefu umferðir. KR er með 19 stig í þriðja sæti en getur misst FH eða Stjörnuna lengra fram úr sér á sunnudaginn.
2 - Eftir að hafa skorað úr 11 vítaspyrnum í röð hefur Kjartan Henry klikkað á síðustu tveimur spyrnum sínum. Bogalistin.
— KR Tölfræði (@KRstats) July 10, 2014
Fórum í sjóstöng eftir leik og fundum boltann sem Kjartan Henry skaut yfir úr vítinu fljótandi við Hrísey #kemurpic.twitter.com/g5mFXRGNLm
— Jóhann Hannesson (@JohannHelgi9) July 10, 2014