„Drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2014 11:35 Vísir/Pjetur Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Salan verður þó háð ákveðnum skilyrðum og leyfi frá sveitarfélögum. Þetta er fyrsta frumvarp Vilhjálms, en Mbl greindi frá því í gær að hann hygðist leggja það fram. „Mér fannst ekki rétti tíminn til að leggja það fram í vor. Þá gæti fólk tengt þetta við sveitarstjórnarkosningarnar og verið væri að leggja það fram til að fá athyglina. Aðalatriðið er að frumvarpið fái að njóta sín og nái að komast í gegn,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Samkvæmt frumvarpinu verður sala áfengis háð leyfi frá sveitarfélögum. Þá verður ekki leyfilegt að selja áfengi eftir klukkan átta og sölumenn verða að hafa náð aldri. Ef áfengi yrði selt til að aðila sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri, myndi viðkomandi verslun missa söluleyfið.Fær líklega stuðning úr flestum flokkum „Ég held að þjóðfélagið sé á þeim vendipunkti að það sé kallað eftir þessu. Það er mikilvægt að klára þetta núna, svo það þurfi ekki að leggja þetta enn einu sinni fram.“ „Það skemmtilega við þetta er að ég drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert,“ segir Vilhjálmur. Álíka frumvörp hafa margoft verið lögð fram áður. Þingið 2007-2008 var svipað frumvarp lagt fram og voru fjórir núverandi ráðherra flutningsmenn þess. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra þingmenn og tel að ég fái stuðning úr allavega flestum flokkum, ef ekki öllum.“ Þetta frumvarp mun leyfa sölu sterks áfengis í verslunum auk bjórs og léttvíns. „Ég byggi þetta mikið upp á landsbyggðarsjónarmiðum. Að þetta muni styrkja verslun á landsbyggðinni og auka þjónustu bæði við landsbyggðina og ferðamenn.“ Vilhjálmur segir þau rök oft hafa verið notuð að þjónusta á landsbyggðinni myndi minnka við álíka breytingu. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sterka áfengið með. Þannig að bjór, léttvín og sterkt séu til sölu í þeim verslunum sem taka þetta upp.“ „Það eru 48 vínbúðir á Íslandi, tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 36 eftir fyrir öll sveitarfélögin. Eins og í sveitarfélaginu Skagafirði eru þrír byggðarkjarnar en bara ein ÁTVR.“ Frumvarp Vilhjálms snýr að engu leyti að banni við áfengisauglýsingum. „Maður verður að éta fílinn í bitum. Frumvarpið snýst að mestu um að einkasala ríkissins á áfengi verði felld niður.“ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins.Vísir/GVAAukin tækifæri innlendrar framleiðslu Vilhjálmur segir þetta frumvarp geta bætt rekstrargrundvöll versluna í smærri byggðarkjörnum á landinu. „Við höfum getað gert þetta með tóbak, lyf og fleira. Við getum gert þetta með áfengi líka og getum einnig litið til margra annarra þjóða með það.“ Vilhjálmur segir það vel geta gerst að neysla á léttvíni aukist með þessum breytingum. Að fleiri aðilar kaupi kannski léttvín með matnum og slíkt. „Á móti kemur að þá minnkar landasala og magnkaup á áfengi. Það vegur upp á móti og ég held að breytingar muni leiða til heilbrigðari neyslu. Þá eru allir ferðamenn sem hingað koma vanir að geta keypt áfengi í verslunum.“ Hann segir einnig að breytingin gæti aukið tækifæri innlendrar framleiðslu. „Tökum sem dæmi brugghús út á landi. Nú eru þeir að framleiða bjór og vilja selja til dæmis ferðamönnum, en mega ekki selja sjálf. ÁTVR verður að selja bjórinn. Bjórinn verður þá að fara í þriggja mánaða prufusölu hjá ÁTVR og ef einhverjum mönnum finnst þetta ekki nógu gott og prufusalan var ekki nógu góð. Þá fær brugghúsið ekki að selja í ÁTVR. Þá er ÁTVR sem ræður hvar á landinu þetta er selt.“ „Með þessum breytingum gætu þau selt þetta sjálf og jafnvel sett upp sérverslun og kynnt bjórinn fyrir ferðamönnum. Þetta gefur í raun innlendri framleiðslu aukin tækifæri,“ segir Vilhjálmur.Hagræðing fyrir ríkissjóð Hann segir þetta líka vera hagræðingaraðgerð fyrir ríkissjóð. ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins og myndi eingöngu selja tóbak í heildsölu. „Það gefur augaleið að það að reka verslanir um allt land, sem selja einungis eina vörutegund með mjög lítilli álagningu gengur ekki upp. Þó er alltaf sagt að ÁTVR skili svo miklum arði til ríkissjóðs. Í árskýrslum ÁTVR er tekið fram hverjar tekjur eru og sölumagn. Hvergi er þó sagt hver kostnaðurinn sé við áfengi annars vegar og tóbak hins vegar.“ „Það er jafnmikil álagning á léttvín og heildsölu á tóbak. 18 prósent. Þá er ÁTVR bara með einn lager fyrir tóbak og mun minni umsýslukostnað. Það er augljóst að hagnaður ÁTVR kemur frá heildsölu á tóbaki. Þar myndast arðurinn. Þetta hlýtur því að vera hagræðing fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur telur umræðuna um sölu áfengis í verslunum oft hafa einkennst af sleggjudómum. Þá vill hann forðast. „Nú verðum við öll að leggjast á eitt og skapa góða umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur. Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, mun leggja fram frumvarp á haustþingi sem heimilar sölu áfengis í verslunum. Salan verður þó háð ákveðnum skilyrðum og leyfi frá sveitarfélögum. Þetta er fyrsta frumvarp Vilhjálms, en Mbl greindi frá því í gær að hann hygðist leggja það fram. „Mér fannst ekki rétti tíminn til að leggja það fram í vor. Þá gæti fólk tengt þetta við sveitarstjórnarkosningarnar og verið væri að leggja það fram til að fá athyglina. Aðalatriðið er að frumvarpið fái að njóta sín og nái að komast í gegn,“ segir Vilhjálmur í samtali við Vísi. Samkvæmt frumvarpinu verður sala áfengis háð leyfi frá sveitarfélögum. Þá verður ekki leyfilegt að selja áfengi eftir klukkan átta og sölumenn verða að hafa náð aldri. Ef áfengi yrði selt til að aðila sem ekki hafa náð tuttugu ára aldri, myndi viðkomandi verslun missa söluleyfið.Fær líklega stuðning úr flestum flokkum „Ég held að þjóðfélagið sé á þeim vendipunkti að það sé kallað eftir þessu. Það er mikilvægt að klára þetta núna, svo það þurfi ekki að leggja þetta enn einu sinni fram.“ „Það skemmtilega við þetta er að ég drekk ekki áfengi sjálfur og hef aldrei gert,“ segir Vilhjálmur. Álíka frumvörp hafa margoft verið lögð fram áður. Þingið 2007-2008 var svipað frumvarp lagt fram og voru fjórir núverandi ráðherra flutningsmenn þess. Bjarni Benediktsson, Illugi Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson og Ragnheiður Elín Árnadóttir. „Ég er búinn að hafa samband við nokkra þingmenn og tel að ég fái stuðning úr allavega flestum flokkum, ef ekki öllum.“ Þetta frumvarp mun leyfa sölu sterks áfengis í verslunum auk bjórs og léttvíns. „Ég byggi þetta mikið upp á landsbyggðarsjónarmiðum. Að þetta muni styrkja verslun á landsbyggðinni og auka þjónustu bæði við landsbyggðina og ferðamenn.“ Vilhjálmur segir þau rök oft hafa verið notuð að þjónusta á landsbyggðinni myndi minnka við álíka breytingu. „Þess vegna er svo mikilvægt að hafa sterka áfengið með. Þannig að bjór, léttvín og sterkt séu til sölu í þeim verslunum sem taka þetta upp.“ „Það eru 48 vínbúðir á Íslandi, tólf þeirra eru á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 36 eftir fyrir öll sveitarfélögin. Eins og í sveitarfélaginu Skagafirði eru þrír byggðarkjarnar en bara ein ÁTVR.“ Frumvarp Vilhjálms snýr að engu leyti að banni við áfengisauglýsingum. „Maður verður að éta fílinn í bitum. Frumvarpið snýst að mestu um að einkasala ríkissins á áfengi verði felld niður.“ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins.Vísir/GVAAukin tækifæri innlendrar framleiðslu Vilhjálmur segir þetta frumvarp geta bætt rekstrargrundvöll versluna í smærri byggðarkjörnum á landinu. „Við höfum getað gert þetta með tóbak, lyf og fleira. Við getum gert þetta með áfengi líka og getum einnig litið til margra annarra þjóða með það.“ Vilhjálmur segir það vel geta gerst að neysla á léttvíni aukist með þessum breytingum. Að fleiri aðilar kaupi kannski léttvín með matnum og slíkt. „Á móti kemur að þá minnkar landasala og magnkaup á áfengi. Það vegur upp á móti og ég held að breytingar muni leiða til heilbrigðari neyslu. Þá eru allir ferðamenn sem hingað koma vanir að geta keypt áfengi í verslunum.“ Hann segir einnig að breytingin gæti aukið tækifæri innlendrar framleiðslu. „Tökum sem dæmi brugghús út á landi. Nú eru þeir að framleiða bjór og vilja selja til dæmis ferðamönnum, en mega ekki selja sjálf. ÁTVR verður að selja bjórinn. Bjórinn verður þá að fara í þriggja mánaða prufusölu hjá ÁTVR og ef einhverjum mönnum finnst þetta ekki nógu gott og prufusalan var ekki nógu góð. Þá fær brugghúsið ekki að selja í ÁTVR. Þá er ÁTVR sem ræður hvar á landinu þetta er selt.“ „Með þessum breytingum gætu þau selt þetta sjálf og jafnvel sett upp sérverslun og kynnt bjórinn fyrir ferðamönnum. Þetta gefur í raun innlendri framleiðslu aukin tækifæri,“ segir Vilhjálmur.Hagræðing fyrir ríkissjóð Hann segir þetta líka vera hagræðingaraðgerð fyrir ríkissjóð. ÁTVR yrði Tóbaksverslun ríkisins og myndi eingöngu selja tóbak í heildsölu. „Það gefur augaleið að það að reka verslanir um allt land, sem selja einungis eina vörutegund með mjög lítilli álagningu gengur ekki upp. Þó er alltaf sagt að ÁTVR skili svo miklum arði til ríkissjóðs. Í árskýrslum ÁTVR er tekið fram hverjar tekjur eru og sölumagn. Hvergi er þó sagt hver kostnaðurinn sé við áfengi annars vegar og tóbak hins vegar.“ „Það er jafnmikil álagning á léttvín og heildsölu á tóbak. 18 prósent. Þá er ÁTVR bara með einn lager fyrir tóbak og mun minni umsýslukostnað. Það er augljóst að hagnaður ÁTVR kemur frá heildsölu á tóbaki. Þar myndast arðurinn. Þetta hlýtur því að vera hagræðing fyrir ríkissjóð. Vilhjálmur telur umræðuna um sölu áfengis í verslunum oft hafa einkennst af sleggjudómum. Þá vill hann forðast. „Nú verðum við öll að leggjast á eitt og skapa góða umræðu um þetta,“ segir Vilhjálmur.
Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Sjá meira