Portishead óttast þá átt sem tónlistarbransinn stefnir í Gunnar Leó Pálsson skrifar 11. júlí 2014 10:00 Hljómsveitin Portishead kemur fram á ATP-hátíðinni í kvöld. Þegar hæst stendur í stönginni verða tíu manns á sviðinu, því fullskipuð hljómsveit verður þar og má því gera ráð fyrir flottum tónleikum. vísir/getty „Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum. ATP í Keflavík Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Sjá meira
„Ég er mjög spenntur fyrir því að koma til Íslands, þetta er í fyrsta sinn sem ég kem og ég ætla njóta þess,“ segir tónlistarmaðurinn Geoff Barrow, einn af forsprökkum hljómsveitarinnar Portishead, en sveitin kemur fram á ATP-tónlistarhátíðinni í kvöld. Barrow segist hafa orðið enn spenntari þegar hann komst að því hvar hátíðin færi fram hér á landi. „Þegar Barry Hogan, forsprakki ATP, sagði mér að hátíðin færi fram á fyrrverandi varnarsvæði Nató við Keflavíkurflugvöll fannst mér það hljóma mjög vel og spennandi,“ segir Barrow léttur í lundu. Þótt hann hafi ekki komið til landsins segist hann þekkja land og þjóð að einhverju leyti. „Ég hef auðvitað séð myndir og þekki Björk og Sigur Rós.“ Barrow á þó góða sögu sem tengir hann við Björk. „Nellee Hooper, sem mixaði og pródúseraði meðal annars fyrstu sólóplötu Bjarkar, Debut, er frá Bristol. Við vorum að vinna í sama stúdíói og þau í London þegar þau voru að vinna að plötunni. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar þau voru að vinna í laginu Human Behaviour, ég hitti þó aldrei Björk en við vorum allavega að vinna í sama stúdíói á sama tíma, bara hvort í sínu rými,“ útskýrir Barrow.Geoff Barrow, einn stofnenda Portishead, er mjög spenntur yfir því að koma til Íslands. Hann er sjálfmenntaður tónlistarmaður og er farinn að prófa sig áfram í kvikmyndatónlist.vísir/gettyPortishead hefur gefið út þrjár breiðskífur, Dummy árið 1994, Portishead árið 1997 og Third árið 2008. Hvað kom til að ellefu ár liðu á milli plötu tvö og þrjú? „Það eru margar ástæður, við erum þrjú í bandinu en hvað mig varðar þá gafst ég upp á tónlist í um það bil fimm ár. Alltaf þegar ég samdi eitthvað þá fílaði ég það ekki nógu vel og á endanum þurfti ég bara að hætta. Ég verð að fíla tónlistina, ég get ekki verið að þykjast,“ segir Barrow. Portishead vinnur þó að nýrri plötu hægt og hljóðlega um þessar mundir. „Þetta er hægt ferli, við erum að fá hugmyndir, það er ekki hægt að vinna neitt fyrr en maður hefur eitthvað að segja,“ segir Barrow um væntanlega plötu. Hann hefur þó unnið að kvikmyndatónlist að undanförnu og kann vel við sig í kvikmyndabransanum. „Þetta er alveg ný upplifun sem ég kann mjög vel við.“Portishead.Mynd/EinkasafnHann segist þó óttast þá átt sem tónlistarheimurinn stefnir í varðandi plötusölu. „Bransinn er orðinn svo „commercial“ og með tilkomu Spotify þurfa hljómsveitir að reiða sig mikið á tónleikahald því tekjurnar af Spotify eru ansi takmarkaðar.“ Portishead hefur komið fram út um víðan völl að undanförnu, meðal annars á Glastonbury-hátíðinni fyrir skömmu. Barrow fer þó sérlega fögrum orðum um ATP-hátíðina. „Þetta eru vinir okkar, ef þú vilt styðja gott fólk í bransanum, þá áttu að fara á ATP vegna þess að aðstandendum hátíðarinnar er annt um tónlist. Þeir reyna að halda þetta á framandi og flottum stöðum og á ATP hef ég til dæmis uppgötvað fullt af flottum tónlistarmönnum. Þessi hátíð snýst ekki um styrktaraðila og peninga,“ útskýrir Barrow. Þegar mest verður um að vera verða tíu manns á sviðinu með Portishead í kvöld og full hljómsveit þannig að gera má ráð fyrir flottum tónleikum.
ATP í Keflavík Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið Hersir og Rósa eiga von á barni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Fleiri fréttir Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Æskudraumurinn varð að veruleika Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Sjá meira