„Stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning“ Randver Kári Randversson skrifar 23. júlí 2014 16:00 Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn félagsins Ísland-Palestína á Ingólfstorgi. Vísir/Arnþór/Vilhelm „Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“ Gasa Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
„Það er algjör þjóðarsamstaða um þennan fund, það eru fjölmennustu samtök landsins og flokkar og aðrir með í honum, auglýsa fundinn og styðja hann á annan hátt. Það er alveg stórkostlegt hvað maður hefur fengið mikinn stuðning,“ segir Sveinn Rúnar Hauksson, formaður félagsins Ísland-Palestína. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir útifundi í dag klukkan 17, vegna árása Ísraelshers á Gaza og hernáms Palestínu á Ingólfstorgi. Fjölmörg samtök hafa þegar lýst yfir stuðning við fundinn, m.a. ASÍ, BSRB, BHM, ÖBÍ, SFR, VLFA, KÍ, Efling, Samfylking, Dögun, Píratar, VG, SHA og MFÍK. Fundurinn er haldinn undir kjörorðunum „Stöðvum blóðbaðið á Gaza tafarlaust, alþjóðlega vernd fyrir Palestínumenn, burt með herkvína um Gaza, niður með hernámið og frjáls Palestína“. „Þetta mál er algerlega hafið yfir alla flokka. Þjóðin hefur gert þetta að sínu máli. Þessar kröfur okkar eru náttúrulega þær sömu og hafa hljómað um allan heim að það verði að stöðva þetta blóðbað tafarlaust og aflétta umsátrinu um Gaza-ströndina,“ segir Sveinn Rúnar. Á fundinum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flytja ávarp. Þóra Karítas Árnadóttir les ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk og kórinn Vox Palestine flytur sönginn Þú veist í hjarta þér. Fundarstjóri er Sveinn Rúnar Hauksson læknir og formaður Félagsins Ísland-Palestína. Að lokum verður ályktun fundarins lesin upp. Að loknum fundinum verður gengið að Stjórnarráðinu eftir Austurstræti með minningarkrans með borða sem á eru skráð nöfn meira en 600 fórnarlamba hernaðar Ísraels hingað til. Við það tækifæri mun Jóhannesi Þór Skúlasyni, aðstoðarmaður forsætisráðherra, taka við ályktun fundarins fyrir hönd forsætisráðherra, sem er staddur erlendis. Sveinn Rúnar hvetur alla til að mæta á fundinn og sína málstaðnum stuðning. „Við vonumst til að sem flestir mæti og taki þátt í þessu og haldi uppi þessum kröfum dagsins. Við erum að treysta á það og heita á bæði stjórnvöld og okkur sjálf að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að bundinn verðir endir á þetta blóðbað tafarlaust. Þar erum við náttúrulega samstíga milljónum um allan heim sem eru að mótmæla og halda uppi sömu kröfum.“
Gasa Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira