Hamingjan fólgin í Noregi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. júlí 2014 14:12 Gunnar Smári leggur meðal annars til að forsetaembættið verði lagt niður, fylkisstjóri verði við völd hér á landi og íslenski fáninn verði að fylkisfána. Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis. Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Rúmlega þúsund manns hafa gengið í Fylkisflokkinn, hóp á Facebook, sem vill að Ísland sameinist Noregi á ný og verði tuttugasta fylki Noregs. Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins, er stofnandi hópsins. Gunnar Smári segir hamingju Íslendinga fólgna í þeim tækifærum sem norska ríkið hefur upp á að bjóða, en til að hugmyndin verði að veruleika þurfi bylting að eiga sér stað. Stofna þurfi flokk með það að markmiði að koma Íslandi inn í Noreg. „Hugmyndin er að Ísland horfist í augu við það að þessi tilraun með að reka hér örríki hefur ekki gengið og það er ekki beint bjart framundan að það verði einhver vendipunktur í því. Það er frekar að við séum að súpa seiðið af því næstu ár og áratugi. Við erum lokað land, erum í gjaldeyrishöftum með ónýta krónu. Ungt fólk er að flýja land,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi.Þungar byrðar Íslendinga „Losnum bara við ruglið. Pældu í því að vera Íslendingur og losna við þær byrðar sem þú þarft að bera til að hafa þessa heimskulegu ríkisstjórn og þessa heimskulegu hugmynd, um að við, 330 þúsund manns, eigum að vera með fulltrúa hjá Sameinuðu þjóðunum, matvælaeftirlitinu og lyfjaeftirlitinu. Alla þessa skriffinsku og taka ákvarðanir um allt og allt. Pínulítið fylki, eða pínulítið úthverfi að hegða sér eins og heilt ríki er í sjálfu sér geggjuð hugmynd.“Olíusjóðurinn tryggi góðan ellilífeyri Gunnar telur mikil tækifæri felast í sameiningunni, til að mynda færi á þjóðnýtingu íslensku lífeyrissjóðanna. Þar tryggi norski olíusjóðurinn landsmönnum sómasamlegan ellilífeyri og að þá sé hægt að greiða niður skuldir fylkisins áður en eignir sjóðanna brenni upp. „Við tökum upp norsku krónuna, þar sem íslensku krónuna er ekki hægt að kalla gjaldmiðil. Það er hvergi hægt að nota hana.“ Þá segir hann að nái hugmyndin fram að ganga þá fái Ísland fimmtán menn á norska þingið og verði þar með fjórða stærsta fylkið. „Reykjavík yrði þriðja stærsta borgin og þar með geta Íslendingar haft meiri áhrif á aðstæður og umheiminn. Við erum bara sjálfstæð í orði en erum algjörlega ófær um að verja okkur í háskalegum heimi.“ Hann segir að forsetaembættið yrði lagt niður og að fylkisstjóri yrði við völd. Þá yrði norska krónan tekin upp og íslenski fáninn yrði að fylkisfána. „Þetta er besta leiðin að hamingju okkar. Frekar heldur en að fórna öllu til þess að halda hér uppi skipulagi sem milljónaþjóðir eiga meira að segja erfitt með.“En hvert er þá næsta skref? „Fyrst þarf að skapa umræðu. Hún þarf að venjast og svo er hægt að hugsa þetta lengra,“ segir Gunnar Smári að lokum.Gunnar Smári mætti einnig í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu og ræddi málið þar. Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst í fréttinni og á útvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Sjá meira