Enski boltinn

Enski boltinn: Sumarið hjá Crystal Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tony Pulis vill byggja ofan á árangur síðasta tímabils.
Tony Pulis vill byggja ofan á árangur síðasta tímabils. Vísir/Getty
Tony Pulis gerði frábæra hluti með Crystal Palace á síðustu leiktíð. Hann tók við liðinu í erfiðri stöðu í lok nóvember, en tókst að bjarga því nokkuð örugglega frá falli.

Pulis gerði góð kaup í janúarglugganum á síðasta tímabili þar sem hann fékk m.a. Scott Dann og Joe Ledley til Palace á góðu verði.

Pulis hefur hins vegar verið rólegur á leikmannamarkaðnum í sumar, en aðeins einn leikmaður hefur gengið til liðs við Palace það sem af er sumri; markvörðurinn Chris Kettings sem verður væntanlega lítið annað en varaskeifa fyrir Julian Speroni.

Stjórnarformaður Palace, Steve Parish, er þekktur fyrir að halda þétt um veskið og því er óljóst hversu mikinn pening Pulis fær til að fjárfesta í fleiri leikmönnum. Hann gæti því þurft að treysta á lánsmenn eins og gafst svo vel á síðustu leiktíð.

Gylfi Þór Sigurðsson var orðaður við Palace í sumar, en nú er ljóst að ekkert verður úr þeim vistaskiptum.

Kominn:

Chris Kettings frá Blackpool

Farnir:

Kagisho Dikgacoi til Cardiff

Aaron Wilbraham til Bristol City

Johnny Parr til Ipswich

Dean Moxey til Bolton


Tengdar fréttir

Enski boltinn: Sumarið hjá Chelsea

Jose Mourinho hefur haft í nógu að snúast í sumar, en talsverðar berytingar hafa orðið liði Chelsea sem hafnaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×