Gaf nær ókunnugum manni nýra og bjargaði lífi hans Hrund Þórsdóttir skrifar 1. febrúar 2014 18:53 Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum. Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þeir Hólmar Þór Stefánsson og Gunnar Biering þekktust nær ekkert þegar Gunnar ákvað að gefa Hólmari nýra. Nú er ár liðið frá aðgerðinni og munu nýrun koma saman á ný, þegar þeir félagar hlaupa til að vekja athygli á gjöfum lifandi líffæragjafa. Síðustu daga höfum við fjallað um líffæraskort á Íslandi en Íslendingar sig einna best þjóða sem lifandi gjafar. Hólmar hafði beðið eftir gjafanýra í mörg ár. Hann var mjög hætt kominn og haustið 2012 sendi kona hans bréf til venslafólks. Þar sagði meðal annars: „Við biðjum ykkur kæra fjölskylda og vinir að íhuga þann möguleika að gefa Hólmari nýra. Hafið í huga að þetta er einnig lífgjöf.“ Bréfið barst til Gunnars. Hann reyndist hentugur gjafi og var aldrei í vafa, hann vildi hjálpa til þótt þeir Hólmar þekktust aðeins lauslega. Hann óskaði nafnleyndar og þegar Hólmar mætti í aðgerðina vissi hann ekki hver gjafinn væri. Hann heilsaði Gunnari eins og hverjum öðrum en svo faðmaði Gunnar hann að sér. „Þegar hann spurði mig bara, „Já, þú fattar þetta núna er það ekki?“, varð ég bara orðlaus. Þetta er svo stór gjöf,“ segir Hólmar. „Þetta var vika sem var erfið eftir aðgerð. Fjórum mánuðum eftir aðgerð fór ég á grunnnámskeið í Crossfit þannig að þetta er ekki erfiðara, að gefa nýra, heldur en það. Heilsan er mjög góð,“ segir Gunnar. Hólmar tekur undir og segir að sér líði frábærlega. „Ég er farinn að vinna fulla vinnu og taka þátt í öllu sem mig langar að taka þátt í.“ Þeir félagar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar til að vekja athygli á líffæragjöfum lifandi gjafa. Facebooksíða var stofnuð utan um viðburðinn og þegar hafa rúmlega 70 manns skráð sig. Hópurinn hittist á sinni fyrstu æfingu í dag og þar var meðal annars faðir sem bjargaði lífi dóttur sinnar með nýragjöf. En af hverju hlaup? „Ætli það sé ekki bara af því að Gunnari finnst ég vera orðinn of þéttur. Hann hvatti mig til þess , hann er greinilega að halda utan um líf mitt, að ég passi það,“ segir Hólmar og brosir. „Já, hann þarf að fara vel með nýrað,“ bætir Gunnar við. Þeir segja umræðu um líffæragjafir nauðsynlega. Hólmar er ekki viss um að mega gefa sín líffæri en Gunnar er skráður gjafi. „Það er sælla að gefa en þiggja,“ segir Gunnar að lokum.
Tengdar fréttir Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00 Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fleiri fréttir Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Sjá meira
Þriðjungur hafnar líffæragjöf: "Kerfið er óboðlegt og varla siðlegt" 80 til 90 prósent Íslendinga vilja gefa líffæri sín eftir andlát sitt en aðstandendur hafna líffæragjöf í þriðjungi tilfella. Líffæragjafakerfið sem nú er við lýði á Íslandi er óboðlegt og varla siðlegt, segir siðfræðingur sem fjallað hefur um ætlað samþykki. Hann lenti í vandræðum þegar hann ætlaði sjálfur að gerast líffæragjafi. 31. janúar 2014 20:00
Líffæraskortur á Íslandi: Getum ekki vænst þess að fá þau líffæri sem við þurfum Á Íslandi er skortur á líffærum. Þörf er fyrir fleiri líffæragjafa og frumvarpi sem liggur fyrir Alþingi er ætlað að auðvelda fólki að gerast gjafar. 30. janúar 2014 20:00