Bubba Watson deilir nú efsta sætinu með Matt Jones Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2014 12:41 Bubba Watson. Vísir/Getty Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bubba Watson, fyrrum sigurvegari á Mastersmótinu og Ástralinn Matt Jones eru eftir og jafnir eftir annan keppnisdag á Phoenix Open golfmótinu á PGA-mótaröðinni. Bubba Watson var líka í forystu eftir fyrsta daginn en deildi þá efsta sætinu með Suður-Kóreumanninum YE Yang. Matt Jones er búinn að klára báða dagana á 65 höggum eða sex undir pari en Bubba Watson lék annan hringinn á 66 höggum eftir að hafa klárað hringinn á 64 höggum í gær.Bubba Watson er að reyna að vinna sitt fyrsta móti eftir sigur sinn á Mastersmótinu árið 2012 og var í góðum málum eftir sjö fugla á hringinn en tveir skollar á síðustu þremur holunum hleypti Jones á toppinn með honum.Matt Jones á heimili rétt hjá golfvellinum og er því nánast á heimavelli. Hann er auk þess mikið uppáhald hjá áhorfendum. Hann fékk fugl á þremur af fyrstu fjórum holum sínum og fékk síðan fugla á þremur holum í röð eftir sinn eina skolla á hringnum. Jones náði sjö fuglum á öðrum hringnum eins og Watson. Þeir Bubba Watson og Matt Jones hafa tveggja högga forskot á næstu menn sem eru þeir Greg Chalmers og Harris English. Þeir spiluðu báðir annan hringinn á 67 höggum.Phil Mickelson á titil að verja á mótinu en hann hefur verið að glíma við bakmeiðsli að undanförnu. Mickelson náði í gegnum niðurskurðinn en er í 27. sæti og átta höggum á eftir efstu mönnum. Hann lék á fjórum höggum undir pari eftir að hafa komið inn á parinu á fyrsta deginum.Efstu menn eftir tvo daga á Phoenix Open: 1. Matt Jones -12 1. Bubba Watson -12 3. Harris English -10 3. Greg Chalmers -10 5. Kevin Stadler -9 5. Pat Perez -9 5. Hideki Matsuyama -9 8. William McGirt -8 8. Brandt Snedeker -8 8. Scott Piercy -8 8. Patrick Reed -8 Sýnt er beint frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending frá þriðja keppnisdegi klukkan 18.00 í dag.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira