Skiptar skoðanir um fyrirtæki sem lofar ódýru ferðalagi til Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júní 2015 16:54 Price Drop Iceland er nýtt fyrirtæki sem miðar að því að hjálpa ferðamönnum að ferðast um landið án þess að tæma budduna. Vísir Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur. Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Stofnað hefur verið nýtt ferðaþjónustufyrirtæki sem miðar að því að hjálpa félitlum ferðamönnum að ferðast um Ísland. Ferðaþjónustan kallast Price Drop Iceland en samkvæmt starfsfólki fyrirtækisins hafa þau vart annað eftirspurn síðan heimasíða þess var sett í loftið. „Hugmyndin að Price Drop er frekar ung og við höfum verið dugleg að ýta henni úr vör en erum í raun enn að koma okkur fyrir,“ segir í svari fyrirtækisins við fyrirspurn fréttastofu. „Við viljum að ferðamenn geti notið meira af því sem hér er í boði og upplifað fjölbreytta afþreyingu. Því teljum við þetta vera gott tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila til að ná betri nýtingu í ferðirnar sínar.Við vonumst til að getað unnið í góðu samstarfi við öll ferðaþjónustufyrirtæki og að þessi viðbót á markaðinum verði til þess að skapa jákvæða umræðu og upplifun hjá ferðamönnum.“Skjáskot af síðunni.Vísir/PriceDropÁ síðunni geta þeir sem eru í ferðahug skráð sig og fá þá tilboð daglega í pósthólfið sitt. Skráning er hafin en tilboðin koma ekki fyrr en í næstu viku.Skiptar skoðanir um framtakið Skapast hefur umræða um síðuna á Facebook hópnum Bakland ferðaþjónustunnar. Skiptar skoðanir eru á framtakinu. Telja sumir umgengni þeirra sem félitlir eru almennt hafa verið verri í náttúrunni hér á landi. Annar segir markaðsetningu sem þessa slæma þar sem hún miði að því að allt hér á landi sé dýrt. Hins vegar benda margir á að viss hroki og græðgi felist í því að vilja ekki taka á móti efnaminni ferðamönnum alveg eins og þeim sem verja meiri peningum hér á landi. Það skapi umfjöllun um landið úti í heimi þar sem allir deili myndum og sögum úr reisu sinni þegar heim er komið. Undanfarna daga hafa ýmsir meðlimir hópsins deilt sögum af háu verðlagi á mat og þjónustu sem ætluð er ferðamönnum. Þar er bent á að súpudiskur og brauð sé verðlagt á 2900 krónur á stað úti á landi og að kleina hafi kostað ferðamann 390 krónur.
Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira