Erlent

14 létust í lestarslysi í Túnis

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Slysið átti sér stað við borgina El Fahs í Túnis.
Slysið átti sér stað við borgina El Fahs í Túnis. Mynd/Google Maps
Farþegalest ók inn í flutningabíl í Túnis í dag með þeim afleiðingum að 17 manns létu lífið og 70 manns særðust.

Talsmaður innanríkisráðuneytið sagði að bíllinn hafi ekið á miklu hraða til að komast yfir lestarteinana skammt utan við borgina Fahs, um 60 kílómetra suðvestan við höfuðborgina Túnis.

Þá hafi lestin sjálf einnig kært yfir leyfilegum hámarkshraða.

Áreksturinn varð til þess að tveir fremstu vagnar lestarinnar fóru af teinunum með þeim afleiðingum að fjöldi farþega féll úr lestinni.

Alls voru rúmlega 20 sjúkrabílar ræstir út til að flytja þá slösuðu og látnu á þrjá nálæga spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×