Erlent

Náði að komast undan framsali

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Súdansforseti er ásakaður um stríðsglæpi.
Súdansforseti er ásakaður um stríðsglæpi. vísir/EPa
Omar Hassan al Bashir Súdansforseti fór með einkaþotu sinni frá Suður-Afríku í gær án þess að þarlend yfirvöld reyndu að stöðva hann.

Hæstiréttur landsins hafði farið fram á að hann yrði kyrrsettur vegna þess að Alþjóðlegi sakadómstóllinn í Haag hafði farið fram á framsal hans vegna ásakana um stríðsglæpi.

Bashir kom til Suður-Afríku til að taka þátt í leiðtogafundi Afríkubandalagsins um helgina. Suður-Afríka á aðild að stríðsglæpadómstólnum, en segir að leiðtogar Afríkubandalagsríkjanna njóti friðhelgi á fundum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×