„Ásmundur gekk allt of langt“ Hjörtur Hjartarson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar um forvirkar rannsóknir og draga þannig menn í hópa. Hún telur að þingmaðurinn hafi gengið allt of langt með orðum sínum um múslima. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að afneita orðum Ásmundar Friðrikssonar og telja að þau eigi enga samleið með flokknum. Innanríkisráðherra vill ekki ganga of hart fram í að gagnrýna Ásmund sjálfan en telur þó að hann hafi hlaupið á sig. „Mér finnst hann hafa gengið allt of langt, ef ég segi alveg eins og er. Við búm hér í lýðræðislegu samfélagi, opnu frjálsu samfélagi þar sem réttindi borgaranna eru í hávegum höfð og mér finnst ekki koma til greina að tala með þessum hætti ef ég segi það bara hreint út,“ segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Ólöf segir það aldrei hafa komið til tals innan ráðuneytisins að gera það sem Ásmundur lagði til, það er að rannsaka bakgrunn þeirra múslima sem hér búa. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Ólafar í gær og sagði jafnframt að viðhorf Ásmundar endurspeglaði ekki afstöðu flokksins. „Ég held að menn hafi talað mjög skýrt í þessu efni. Þetta er nokkuð sem að er byggt á misskilnigi hjá Ásmundi og ég held að það þurfi ekkert frekari vitnana við með það. Þú heyrir mína skoðun og skoðun annarra hefur líka komið fram skýrt. Ég held að við ættum bara að halda áfram,“ segir Ólöf. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar um forvirkar rannsóknir og draga þannig menn í hópa. Hún telur að þingmaðurinn hafi gengið allt of langt með orðum sínum um múslima. Sjálfstæðismenn hafa verið duglegir við að afneita orðum Ásmundar Friðrikssonar og telja að þau eigi enga samleið með flokknum. Innanríkisráðherra vill ekki ganga of hart fram í að gagnrýna Ásmund sjálfan en telur þó að hann hafi hlaupið á sig. „Mér finnst hann hafa gengið allt of langt, ef ég segi alveg eins og er. Við búm hér í lýðræðislegu samfélagi, opnu frjálsu samfélagi þar sem réttindi borgaranna eru í hávegum höfð og mér finnst ekki koma til greina að tala með þessum hætti ef ég segi það bara hreint út,“ segir Ólöf Nordal, innanríkisráðherra.Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Ólöf segir það aldrei hafa komið til tals innan ráðuneytisins að gera það sem Ásmundur lagði til, það er að rannsaka bakgrunn þeirra múslima sem hér búa. „Að sjálfsögðu ekki. Það er engin heimild í fyrsta lagi að gera neitt slíkt og kemur auðvitað ekki til nokkurra mála að draga menn í hópa eins og þarna er gert.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir orð Ólafar í gær og sagði jafnframt að viðhorf Ásmundar endurspeglaði ekki afstöðu flokksins. „Ég held að menn hafi talað mjög skýrt í þessu efni. Þetta er nokkuð sem að er byggt á misskilnigi hjá Ásmundi og ég held að það þurfi ekkert frekari vitnana við með það. Þú heyrir mína skoðun og skoðun annarra hefur líka komið fram skýrt. Ég held að við ættum bara að halda áfram,“ segir Ólöf.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira