Síðasta atvinnuflugmannslendingin Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær. Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær.
Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira