Síðasta atvinnuflugmannslendingin Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 20:00 Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær. Fréttir af flugi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Einn af reyndustu atvinnu- og sjúkraflutningaflugmönnum landsinis lét af störfum í dag vegna reglna um aldur. Hann segist því fegnastur að hafa komist klakklaust í gegnum starfið í þau rúmu fjörtíu ár sem hann hefur flutt farþega og sjúka milli landshluta. Hálfdán Ingólfsson hefur verið atvinnuflugmaður í rúm fjörtíu ár og fór í sitt síðasta áætlanaflug með Örnum til Bíldudals í dag, enda orðinn 65 ára gamall og þarf að hætta atvinnuflugi samkvæmt aldursreglu. Hann tók lágflug yfir Reykjavíkurflugvelli og „vinkaði“ flugvélinni í kveðjuskyni þegar hann kom úr síðasta fluginu. Hálfdán fékk höfðinglegar móttökur á Reykjavíkurflugvelli. Slökkvilið flugvallarins stillti upp tveimur bílum og var sprautað úr þeim yfir flugvélina þegar Hálfdán ók henni í hlað. En þeir eru ófáir sem eiga honum líf sitt að launa í gegnum tíðina.Hvernig tilfinning er það að koma úr síðasta atvinnufluginu? „Mér finnst eiginlega eins og einhver annar sé að klára ferilinn en ekki ég. Tíminn hefur flogið. Hann er hættur að líða, hann æðir áfram. Það verður hins vegar ágætt að komast af vöktunum og það verður laugardagur alla daga,“ segir Hálfdán sem segist langt í frá hættur að fljúga þótt hann sé nú hættur atvinnuflugi. Fyrir utan farsælt atvinnuflug með farþega, fyrst með Örnum þegar félagið gerði út frá Ísafirði og síðan frá Reykjavík, hefur Hálfdán flutt mikinn fjölda sjúklinga oft við afar erfiðar aðstæður.Hvað stendur upp úr eftir allan þennan tíma? „Bara að hafa sloppið skammlaust frá þessu. Ég hef ekki gert neina stóra skandala og aldrei skemmt flugvél og komist það sem ég hef ætlað mér,“ segir Hálfdán. Fjöldi vina og samstarfsmanna tóku á móti Hálfdáni á Reykjavíkurflugvelli, þeirra á meðal Bolvíkingurinn og forseti Alþingis Einar K. Guðfinnsson. En Hörður Guðmundsson eigandi Arna og stofnandi félagsins flaug með honum síðustu ferðina. „Ég lærði það mjög snemma að horfa fram fyrir mig og plana þetta. Það er sjaldan sem maður hefur lent í einhverju svona óvænt,“ segir Hálfdán hógvær sem oft hefur flogið við mjög slæm veðurskilyrði til að koma veiku fólki á sjúkrahús.Fyrst og fremst að fljúga flugvélinni? „Já, fljúga flugvélinni og alltaf klár með undankomuleiðir og það hefur dugað mér vel,“ segir Hálfdán.Og þetta er síðasta undankomuleiðin? „Já, nú bara leik ég mér við þetta,“ segir flugkappinn Hálfdán Ingólfsson og hlær.
Fréttir af flugi Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira