Mesta ógn á vinnumarkaði um áratugaskeið Heimir Már Pétursson skrifar 14. janúar 2015 11:53 Framkvæmdastjóri SA segir stöðuna á vinnumarkaði grafalvarlega og að 30 % launahækkun yfir línuna væri ávísun á kollsteypu hagkerfisins með gengisfellingum og óðaverðbólgu. mynd/SA Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir stöðuna í kjaramálum grafalvarlega og hún ógni stöðugleika í landinu með skýrari hætti en sést hafi um áratugaskeið. Valið standi á milli þess að varpa frá sér allir ábyrgð með kollsteypu eða ná samningum sem tryggi áframhaldandi stöðugleika. Tveir hópar, kennarar og nú síðast læknar, hafa samið um launahækkanir á næstu árum sem metnar eru á um 30 prósent. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ljóst hvaða afleiðingar slíkar hækkanir hefðu gengju þær yfir allt hagkerfið. Þrjátíu prósenta hækkun sé margfalt það svigrúm sem til staðar sé upp á þrjú til fjögur prósent. „Og slíkt myndi einfaldlega leiða af sér óðaverðbólgu, tilsvarandi þá hækkun á skuldum heimila og fyrirtækja og við værum öll í raun í mun verri stöðu en við erum núna,“ segir Þorsteinn. Þetta væri af slíkri stærðargráðu að gengisfellingar yrðu óhjákvæmilegar til að rétta af stöðu útflutningsgreina sem myndi leiða til stöðnunar og samdráttar í efnahagslífinu. Litlar líkur eru á samfloti verkalýðsfélaga innan ASÍ og því ljóst að semja þarf á mörgum vígstöðvum næstu mánuðina. Sjávarútvegurinn hefur staðið nokkuð vel undanfarin misseri og segja verkalýðsforkólfar að greinin þoli nokkuð miklar launahækkanir. Þorsteinn segir stöðu einstakra greina á öllum tímum misjafna til launahækkana en þar með sé ekki hægt að segja að staða sjávarútvegsins sé betri til þess en annarra. „Það myndast aldrei sátt um það að einstakir hópar eða einstakar atvinnugreinar séu að keyra í gegn miklu meiri launahækkanir heldur en aðrar,“ segir Þorsteinn.En núer sústaða komin upp.„Já það er sú staða sem við verðum að vinda ofan af en ekki hlaða í,“ segir Þorsteinn Það sé verkefni stjórnvalda að koma í veg fyrir að þær hækkanir sem læknar fengu verði að launahækkunum allra innan heilbrigðiskerfisins eins og skýrar kröfur séu komnar fram um og rúlli þar með yfir allt hagkerfið. Það séu tveir skýrir kostir í stöðunni. „Það er vissulega hægt að láta óstöðugleikann ná tökum á okkur. Að við köstum frá okkur allri ábyrgð og förum hér í einhverja kollsteypu. Eða við reynum að finna lausn sem sátt getur náðst um sem byggir á áframhaldandi stöðugleika,“ segir Þorsteinn. Og það verði að vera sameiginlegt verkefni aðila vinnumarkaðrins og stjórnvalda á komandi vikum. „En þetta er grafalvarleg staða sem er uppi og það er ekkert flókið; hún ógnar hér stöðugleika í landinu með skýrari hætti en við höfum séð um áratuga skeið,“ segir Þorsteinn.Óttastu að það verði átök á vinnumarkaðnum?„Það er ljóst að það er verið að boða á okkur átök nú þegar í upphafi viðræðna. Þannig að það er vaxandi hætta á því að það geti komið til átaka. En ég satt best að segja trúi því ekki fyrr en á reynir að hér eigi að knýja fram óðaverðbólgu með verkföllum,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira