Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. janúar 2015 09:30 "Ég er einhver ókunnug ógn,“ segir Miriam. „Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
„Þau hræðast mig. Ég veit ekki hvers vegna samt. Ég er voðalega ljúf og góð. Og við erum það flest.“ Þetta skrifar Miriam Petra Ómarsdóttir Awad, 24 ára kona sem ættuð er frá Egyptalandi. Faðir hennar er egypskur en Miriam er fædd og uppalin á Íslandi. Föðurfjölskylda hennar er öll múslimar. Hún segist finna fyrir fordómum og óttast umræðuna sem sprottið hefur upp að undanförnu. Tjáningarfrelsi sé öllum nauðsynlegt en að umræðan hafi sýnt sitt ógnvænlega höfuð og sé nú komin í hámæli. Hún hefur áhyggjur af því að umræðan muni fara stigvaxandi og birti því pistil á Facebook-síðu sinni í gærkvöld sem vakið hefur mikla athygli. „Hatur og tortryggni eykur ekki öryggi okkar. Hatur og tortryggni verður þess valdur að ákveðnir hópar fólks útilokast og á meðan þeir finna fyrir hatri og tortryggni í sinn garð sprettur upp mót-hatur. „Hvers vegna hata þau mig? Ég hata þau þá bara á móti". Ég hljóma kannski eins og einhver trjáfaðmandi hippi hérna en mér finnst þetta svo einfalt,“ skrifar Miriam.Ókunnug ógn Hún segist finna fyrir því að fólk líti á sig og hugsi „helvítis útlendingur“, jafnvel þó það sjái ekki nema einungis nafnið hennar. Strax fái hún þann dóm að hún sé að skemma íslensk gildi. „Ég er einhver ókunnug ógn“. Hennar íslensku gildi séu þó ósköp venjuleg. Menningarforvitni, umburðarlyndi, ást á þeim sem henni þykir vænt um og ást á sinni menningu – íslenskri og egypskri. „En allt í einu ógnar uppruni minn og DNA samsetning einhverjum gildum sem ég í sannleika sagt veit ekki lengur hver eru,“ segir hún og bætir við að hún óttist þessar skoðanir. Hún finni fyrir samhug en að mikilvægt sé að fólk standi með sér og láti í sér heyra. Láti hinn háværa minnihluta ekki ná tökum á umræðunni, sem þó verði alltaf til staðar.Skoðanirnar hræða „Ykkur gremjast sennilega skoðanir þessa fólks alveg jafn mikið og mér - og þið viljið væntanlega ekkert með þær hafa. Þess vegna bið ég ykkur um að þegja ekki. Því þessar skoðanir, þær hræða mig. Þær hræða mig af því að ég veit að einhvers staðar þarna úti leynist fólk sem í fáfræði sinni hatar mig. Í þeirra augum er ég ógn. Og þegar hrætt fólk, þegar fáfrótt fólk, sameinast og magnar upp hatrið sem það ber í brjósti sér, þá fara hræðilegir hlutir að gerast… (eins og við sáum í París).“ Pistil Miriamar má sjá í heild hér fyrir neðan. Innlegg frá Miriam Petra Ómarsdóttir Awad.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira