Óþarft að hækka vástig Fanney Biarna Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2015 07:00 Vangaveltur þingmannsins hafa vakið hörð viðbrögð meðal samflokksmanna hans. Fréttablaðið/Vilhelm „Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira
„Hefur bakgrunnur þeirra 1.500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður og hvort einhverjir „íslenskir múslimar“ hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna eða barist í Afganistan, Sýrland eða öðrum löndum þar sem óöld ríkir meðal múslima?“ spurði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni á mánudagskvöld. Viðbrögð við þessari færslu létu ekki á sér standa og ljóst að skoðun hans á lítið sem ekkert upp á pallborðið hjá þeim kjörnu fulltrúum Sjálfstæðisflokksins sem tjáðu sig um málið í gær. Ásmundur velti því fyrir sér í þessu samhengi hvort Íslendingar væru óhultir hér á landi. „Hefur innanríkisráðuneytið eða lögreglan gripið til einhverra ráðstafana til að vernda Íslendinga fyrir slíkum árásum?“ spurði Ásmundur ennfremur. Ásgeir Karlsson, yfirmaður greiningardeildar ríkislögreglustjóra, segir að hættustig hér á landi vegna hryðjuverkaógnar sé metið lágt. „Ekki hefur verið talið tilefni til að hækka vástig hér á landi vegna þessara hryðjuverka í París,“ sagði Ásgeir í samtali við Fréttablaðið. Greiningardeildin vinnur stefnumiðaða greiningu varðandi ógn af hryðjuverkum til lengri tíma. Í skýrslu um mat ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum, sem gefin var út árið 2013, segir að ekki séu fyrirliggjandi upplýsingar af neinu tagi um að verið sé að skipuleggja eða undirbúa hryðjuverkaaðgerðir gegn skotmörkum eða viðburðum hérlendis. Þó er tekið fram að lögreglan búi ekki yfir sambærilegum forvirkum rannsóknarheimildum innan þessa málaflokks og tíðkast á Norðurlöndunum. Þannig séu möguleikar lögreglunnar til að fyrirbyggja hryðjuverk ekki þeir sömu og þar. Þessu fylgir að takmarkaðar upplýsingar liggi fyrir um mögulega ógn eða hættulega einstaklinga sem kunna að fremja hryðjuverk. Óvissuþátturinn sé því meiri hér en annars staðar.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Sjá meira