Lagaboð – lélegra og dýrara bensín Glúmur Björnsson skrifar 14. janúar 2015 07:00 Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta ári voru íslensk olíufélög þvinguð til að flytja inn dýrar lífolíur sem þau blönduðu í hefðbundna dísilolíu. Þessi dýrkeypti innflutningur á lífolíum er vegna lagafyrirmæla um að selja beri ákveðið hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis til bíleigenda. Lagaboðið hefur þegar kostað Íslendinga um 700 milljónir króna í auknum útgjöldum í erlendum gjaldeyri við eldsneytisinnkaup. Lífolíurnar eru nú um 80% dýrari í innkaupum en hefðbundin dísilolía. Þrátt fyrir að þessar fyrirsjáanlegu neikvæðu afleiðingar laganna hafi verið kynntar fyrir iðnaðarráðherra og atvinnuvegnefnd Alþingis haustið 2013 var ekki gripið til ráðstafana til að koma í veg fyrir þær. Þvert á móti hækkaði lagaboðið um hlutfall endurnýjanlegs eldsneytis úr 3,5% í 5,0% nú um áramótin. Auk þess að blanda lífolíu í dísilolíu munu seljendur eldsneytis líklega einnig neyðast til að blanda etanóli (vínanda) í bensín. Lítri af etanóli hefur þriðjungi lægra orkuinnihald en bensínlítrinn. Íblöndun etanóls mun því leiða til meiri eyðslu (L/km) í bílvélum. Þetta geta þingmenn sem aðrir kynnt sér, meðal annars á vef Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna (fueleconomy.gov) þar sem segir að 10% etanólíblöndun auki eldsneytiseyðslu um 4%. Etanólið er jafnframt dýrara í innkaupum en bensín. Þar við bætist óhagræði í flutningi og aukinn kostnaður við birgðahald, eldvarnir og dreifingu. Lögin neyða olíufélögin því til að flytja inn orkuminna og lélegra eldsneyti. Enginn sjáanlegur ávinningur er af þessari íblöndun etanóls fyrir umhverfið en hugsanlegt er að einhver sé vannærður vegna hennar. Etanólið er unnið úr korni sem gæti nýst sem matur fyrir þá sem búa við hungur væri það ekki flutt til Íslands til að þynna út bensínið. Því hefur verið haldið fram að Íslendingum hafi verið nauðugur einn kostur að leiða þessar kvaðir í lög vegna tilskipunar ESB 2009/28/EB þar um. Þetta er rangt. EFTA-ríkið Liechtenstein fékk undanþágu frá þessari tilskipun. Tilskipun ESB miðast einnig einungis við markmið fyrir árið 2020 svo innleiðing þessara kvaða hér á landi fyrir þann tíma er í besta falli óðagot. Meginmarkmið tilskipunar ESB um hlutfall endurnýjanlegra orkugjafa er að heildarhlutfallið nái 20% árið 2020. Ísland náði þessu 20% hlutfalli fyrir mörgum áratugum og er nú yfir 70%. Alþingi getur því hæglega komið í veg fyrir frekara fjárhagstjón Íslendinga, bæði kostnað við innkaup á dýrum lífolíum og etanóli og aukna eyðslu í bílvélum, með því að breyta lögunum um endurnýjanlegt eldsneyti.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun