Tveir slæmir kostir í stöðunni í álversdeilunni Heimir Már Pétursson skrifar 2. desember 2015 13:26 Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson. Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira
Formaður félags Vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík hafa staðið frammi fyrir lokun fyrirtækisins ef verkfallsaðgerðir hefðu hafist á miðnætti í gær, eða mun verri samningsstöðu eftir tímabundnar aðgerðir. Verkalýðsfélögin í álverinu í Straumsvík frestuðu verkfallsaðgerðum þar á síðustu stundu í gærkvöld áður en þær áttu að hefjast á miðnætti. Guðmundur Ragnarsson formaður Félags vélstjóra og málmiðnaðarmanna segir það hafa orðið endanlega ljóst í gærkvöldi að fyrirtækið ætlaði sér ekki að semja við verkalýðsfélögin. Því hafi þurft að endurmeta stöðuna. Þetta er í annað sinn á stuttum tíma sem félögin fresta aðgerðum en það var einnig gert í september.Eruð þið ekki orðin eins og í „úlfur, úlfur“ sögunni, verður tekið mark á hótunum ykkar um aðgerðir í framtíðinni? „Menn verða náttúrlega að skoða umhverfið sem við erum í. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem starsmenn í Straumsvík eru samningslausir. Það gerðist 1990 eða 1992. Þá var samnngslaust í 20 mánuði og það var akkúrat undir þeirri ógn að álverð var lágt í heiminum og ef fyrirtækið yrði stoppað í verkfallsaðgerðum yrði því hugsanlega lokað,“ rifjar Guðmundur upp. Í yfirlýsingu frá Rannveigu Rist forstjóra fyrirtækisins segir að deilan snúist um þá staðreynd að ISAL sitji ekki við sama borð og önnur fyrirtæki hvað varðar möguleika á útvistun verkefna. Hömlurnar á fyrirtækið hvað þetta varði eigi sér enga hliðstæðu á Íslandi. Það sé skýr krafa að þær verði rýmkaðar. Það felur ekki í sér neinar heimildir eða svigrúm sem önnur fyrirtæki hafi ekki almennt á Íslandi. Guðmundur segir hins vegar alveg á hreinu að ÍSAL sé að beita sömu vinnubrögðum og þessi alþjóðlegi auðhringur og aðrir slíkir beiti alþjóðlega til að brjóta verkalýðshreyfinguna á bak aftur. Við þessar aðstæður hafi ekki verið tryggt að verkfallsaðgerðir með niðurkeyrslu starfseminnar hefðu skilað árangri. „Já og jafnvel eftir að verkfall væri skollið á og byrjað að keyra verksmiðjuna niður yrði ekkert aftur snúið við að slökkva á verksmiðjunni án þess að við yrðum að ganga að öllum þeirra kröfum frá A til Ö,“ segir Guðmundur.Og þið þá komnir í enn verri stöðu jafnvel? „Að mínu mati,“ segir Guðmundur. Það hefði líka verið ábyrgðarhluti ef verksmiðjunni hefði verið lokað með öll þau störf sem þar væru í húfi og um einn þriðja af raforkusölu Landsvikrjunar. „Við munum finna lausnir í þessu. Ég efast ekkert um það. En það er líka hættulegt að vera kaldur karl og keyra áfram allt í klessu.“Þannnig að þetta er að þínum dómi eftir hinni alþjóðlegu stefnu að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur? „Það er verið að vinna að því alls staðar í heiminum,“ segir Guðmundur Ragnarsson.
Kjaradeila í Straumsvík Verkfall 2016 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Sjá meira