Smári snýr aftur Stjórnarmaðurinn skrifar 2. desember 2015 07:00 Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frumkvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tónlist með tilheyrandi dagskrárkostnaði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi.Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafnvel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bifreið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Fréttatímanum reiðir af í höndum nýrra eigenda, en hópur undir forystu Gunnars Smára Egilssonar hefur keypt allt hlutafé í rekstrarfélagi miðilsins. Ásamt Gunnari Smára koma að kaupunum sterkir fjárfestar, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og Valdimar Birgisson. Gunnar Smári er vissulega frumkvöðull á sviði íslenskrar fjölmiðlunar og sá sem hvað stærstan hlut átti í að gera Fréttablaðið að útbreiddasta og mest lesna dagblaði landsins. Í þetta skiptið mun hann, samhliða því að eiga verulegan hlut í félaginu, einnig starfa sem ritstjóri. Vonandi er fyrir Gunnar Smára og aðra hluthafa að betur verði farið með fé en í tíð hans á forstjórastóli í því félagi sem nú heitir 365 miðlar. Meðal gæluverkefna Gunnars Smára á þeim tíma var hin íslenska CNN stöð, NFS, sem flutti fréttir af engu allan sólarhringinn, Talstöðin, útvarpsstöðin sem aldrei spilaði tónlist með tilheyrandi dagskrárkostnaði, og síðast en ekki síst dönsk útgáfa Fréttablaðsins – Nyhedsavisen. Öll fara þessi verkefni á spjöld sögunnar í íslenskri fjölmiðlun, og þá frekar fyrir fádæma metnað á litlum markaði en arðsemi.Frelsum leigubílstjóra Framsæknir og metnaðarfullir leigubílstjórar hljóta að berjast fyrir því að leigubílaakstur verði gefinn frjáls í landinu. Akstur leigubifreiða á Íslandi er einokunarbransi. Þeir einir sem fengið hafa atvinnuleyfi frá Samgöngustofu og tengdir eru bifreiðastöðvum geta ekið leigubíl á Íslandi. Gjaldskrá leigubifreiða er samræmd, þú greiðir eftir sömu gjaldskrá hvar sem þú stígur upp í leigubíl, óháð gæðum bifreiðar, reynslu bílstjórans eða öðrum þáttum sem kunna að skipta máli. Ástand sumra bifreiða er vægast sagt lélegt. Gamlir bílar sem skrölta áfram af gömlum vana og anga jafnvel af reykingalykt. Lítið mætti fara úrskeiðis ef til að mynda er ekið eftir Keflavíkurvegi. Síðan getur maður líka dottið í lukkupottinn og lent á spánnýrri bifreið með öllum þægindum. Hvernig má það vera að sama gjald sé greitt fyrir ferðina í báðum tilvikum? Núverandi kerfi leyfir þeim sem eru framúrskarandi ekki að njóta sín og tryggir ekki öryggi farþega. Best væri að afnema úrelt kerfið og láta markaðinn um afganginn. Það hefur gefist vel annars staðar og nægir að nefna Uber í því samhengi.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira