Innlent

Ræningjarnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag.
Við Héraðsdóm Reykjavíkur í dag. vísir/egill
Mennirnir tveir sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær voru í Héraðsdómi Reykjavíkur nú síðdegis úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 14. janúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Þetta staðfestir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu.

Annar þeirra hefur játað á sig verknaðinn. Hann gaf sig fram til lögreglu í gær eftir myndbirtingar af þeim í fjölmiðlum í gær. Þá er ránsfengurinn fundinn en hluti hans var í Öskjuhlíð. Landsbankinn hefur ekki viljað gefa upp hversu há fjárhæðin er en sagt hana óverulega.

Málið er upplýst að miklu leyti að sögn Friðriks, en rannsókn er þó enn í gangi.

vísir/egill
vísir/egill

Tengdar fréttir

Ránið í Borgartúni upplýst að miklu leyti

Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×