Ránið í Borgartúni upplýst að miklu leyti Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. desember 2015 12:26 Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag. Aðgerðir lögreglu við leit að ræningjunum í gær voru mjög umfangsmiklar en lögreglan naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit í Öskjuhlíð og nærumhverfi. Flóttabíll sem mennirnir studdust við í ráninu, stolinn Ford Transit, fannst yfirgefinn í Barmahlíð og til mannanna sást við bensínstöð í Hlíðunum. Um klukkan sjö var leit í Öskjuhlíð hætt. Um svipað leyti réðst lögreglan til atlögu í íbúð í blokk í Stigahlíð. Í íbúðinni voru tveir handteknir skömmu fyrir sjö í gærkvöldi og sá þriðji var síðan leiddur út í járnum rétt fyrir átta. Hann var í íbúðinni með sérsveitarmönnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma áður en hann var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að engin tengsl eru á milli mannanna sem handteknir voru í Stigahlíð og ræningjanna tveggja. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókn málsins. „Eftir að lögreglan sendir frá sér myndir í gærkvöldi og fjölmiðlar birtu þær þá gaf sig fram maður um tvítugt og játaði aðild að ráninu. Í kjölfarið var annar maður á svipuðum aldri handtekinn og þeir eru báðir í vörslu lögreglu og yfirheyrslur standa yfir,“ segir Friðrik Smári. Hann segir líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag. „Málið er upplýst að hluta, að minnsta kosti og á þessari stundu eru ekki fleiri grunaðir. Rannsókn miðar mjög vel og eftir að lögreglan leitaði til almennings með myndbirtingum og annað slíkt fengum við fjölmargar ábendingar sem við fylgdum eftir og það endaði svo með þessum handtökum í nótt.“ Friðrik Smári segir að ábendingar frá almenningi, m.a. gegnum Facebook, hafi skipt sköpum.Mynd af ræningjunum úr eftirlitsmyndavél bankans. Skotvopnið reyndist eftirlíking.Lögreglan hefur endurheimt hluta þess fjár sem var rænt. Ekki hefur verið gefið upp hversu há fjárhæðin er en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var um að ræða „óverulega fjárhæð.“ Skotvopn sem notað var í ráninu er fundið og reyndist það eftirlíking. „Þegar ránið er framið þá er það gert með mjög afgerandi hætti. Það er ógnað með vopnum, annars vegar hnífi og hins vegar skotvopni. Á þeirri stundu var ekki annað vitað en að um raunverulegt skotvopn væri að ræða. Við leit lögreglu fannst skotvopn sem reyndist vera eftirlíking að skammbyssu,“ segir Friðrik Smári. Sakborningarnir í málinu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Fyrir rán samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma allt að tíu ára fangelsi en hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi. Tengdar fréttir Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44 Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Bankaránið í útibúi Landsbankans Borgartúni í gær er upplýst að miklu leyti en báðir ræningjanna eru í haldi lögreglunnar og hefur annar þeirra játað. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir þeim síðar í dag. Aðgerðir lögreglu við leit að ræningjunum í gær voru mjög umfangsmiklar en lögreglan naut liðsinnis þyrlu Landhelgisgæslunnar við leit í Öskjuhlíð og nærumhverfi. Flóttabíll sem mennirnir studdust við í ráninu, stolinn Ford Transit, fannst yfirgefinn í Barmahlíð og til mannanna sást við bensínstöð í Hlíðunum. Um klukkan sjö var leit í Öskjuhlíð hætt. Um svipað leyti réðst lögreglan til atlögu í íbúð í blokk í Stigahlíð. Í íbúðinni voru tveir handteknir skömmu fyrir sjö í gærkvöldi og sá þriðji var síðan leiddur út í járnum rétt fyrir átta. Hann var í íbúðinni með sérsveitarmönnum í rúmlega einn og hálfan klukkutíma áður en hann var færður niður á stöð í yfirheyrslu. Nú liggur fyrir að engin tengsl eru á milli mannanna sem handteknir voru í Stigahlíð og ræningjanna tveggja. Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn stýrir rannsókn málsins. „Eftir að lögreglan sendir frá sér myndir í gærkvöldi og fjölmiðlar birtu þær þá gaf sig fram maður um tvítugt og játaði aðild að ráninu. Í kjölfarið var annar maður á svipuðum aldri handtekinn og þeir eru báðir í vörslu lögreglu og yfirheyrslur standa yfir,“ segir Friðrik Smári. Hann segir líklegt að farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum síðar í dag. „Málið er upplýst að hluta, að minnsta kosti og á þessari stundu eru ekki fleiri grunaðir. Rannsókn miðar mjög vel og eftir að lögreglan leitaði til almennings með myndbirtingum og annað slíkt fengum við fjölmargar ábendingar sem við fylgdum eftir og það endaði svo með þessum handtökum í nótt.“ Friðrik Smári segir að ábendingar frá almenningi, m.a. gegnum Facebook, hafi skipt sköpum.Mynd af ræningjunum úr eftirlitsmyndavél bankans. Skotvopnið reyndist eftirlíking.Lögreglan hefur endurheimt hluta þess fjár sem var rænt. Ekki hefur verið gefið upp hversu há fjárhæðin er en samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum var um að ræða „óverulega fjárhæð.“ Skotvopn sem notað var í ráninu er fundið og reyndist það eftirlíking. „Þegar ránið er framið þá er það gert með mjög afgerandi hætti. Það er ógnað með vopnum, annars vegar hnífi og hins vegar skotvopni. Á þeirri stundu var ekki annað vitað en að um raunverulegt skotvopn væri að ræða. Við leit lögreglu fannst skotvopn sem reyndist vera eftirlíking að skammbyssu,“ segir Friðrik Smári. Sakborningarnir í málinu gætu átt yfir höfði sér þunga fangelsisdóma. Fyrir rán samkvæmt almennum hegningarlögum er hægt að dæma allt að tíu ára fangelsi en hafi mjög mikil hætta verið samfara ráninu, getur refsingin þó orðið allt að 16 ára fangelsi.
Tengdar fréttir Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44 Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00 Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Vitni lýsir ráninu í Landsbankanum Bankaræningjarnir ógnuðu starfsfólki og viðskiptavinum bankans með vopnum. Inni í bankanum voru meðal annars börn. 30. desember 2015 18:44
Einn viðskiptavinanna hringdi á Neyðarlínuna Tveir voru handteknir í gær í tengslum við vopnað bankarán í útibúi Landsbankans í Borgartúni í gær. 31. desember 2015 07:00
Steinþór í Landsbankanum: Mildi að enginn hafi slasast Ránið var framið um tuttugu mínútur yfir eitt og var bankastjórinn mættur á svæðið rúmum hálftíma síðar þegar Vísir náði af honum tali. 30. desember 2015 14:25
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52