Verri stormar en áður hafa þekkst frá El Niño Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. desember 2015 07:00 Argentínumaður rær bát sínum um stræti borgarinnar Concordia. Mikil flóð hafa skollið á borginni. Nordicphotos/AFP Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) varar við því að El Niño-veðurfyrirbrigðið, sem nú hefur farið að láta á sér kræla, gæti valdið verstu stormum í sögu fyrirbrigðisins. El Niño er margra mánaða langt ástand með víðáttumiklum sjávarhitafrávikum í austanverðu Kyrrahafi sem veldur gríðarlegum, oft mannskæðum, veðursveiflum. Ástandið kemur upp á tveggja til sjö ára fresti og varir venjulega í rúmt ár. Áður hefur ástandið náð hápunkti sínum undir lok ársins en NASA segir að ekkert bendi til þess að draga fari úr ástandinu nú og segir stöðuna svipaða og árið 1997 en El Niño hefur aldrei valdið verri stormum en þá. Nú þegar hefur El Niño valdið umfangsmestu flóðum í hálfa öld í Paragvæ, Argentínu, Úrúgvæ og Brasilíu. Yfir 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín, þar af rúmlega hundrað þúsund í Asunción, höfuðborg Paragvæ. Þá létust þrettán í Missouri-fylki Bandaríkjanna eftir að ár flæddu yfir bakka sína í kjölfar ofsaveðurs. Einnig greina veðurfræðingar BBC frá því að El Niño eigi þátt í miklum stormum sem skollið hafa á Bretlandi undanfarið með tilheyrandi flóðum sem hafa valdið því að þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis á El Niño að hafa átt þátt í ofsaveðrinu sem skall á austurströnd Íslands í fyrrinótt. Alþjóðasamtökin Oxfam, sem berjast gegn fátækt, hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að stormarnir gætu valdið hungursneyð víðs vegar í Afríku, til að mynda í Eþíópíu, auk þess að auka á eymdina á stríðshrjáðum svæðum á borð við Sýrland, Suður-Súdan og Jemen. Veðurfyrirbrigðið hefur einnig valdið því að hitastig víða um heim hefur verið með óvenjulegu móti. Til að mynda var óvenju hlýtt í Evrópu um jólin og var Reykjavík eina höfuðborg álfunnar sem fagnaði hvítum jólum. Þá hefur hiti einnig læðst niður fyrir frostmark í eyðimörkum Mexíkó og snjóaði til að mynda í Sonora-eyðimörkinni í fyrsta sinn í 33 ár. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) hefur þó bent á að El Niño sé ekki eina orsök furðulegs veðurfars undanfarið heldur leiki loftslagsbreytingar af mannavöldum þar stórt hlutverk. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) varar við því að El Niño-veðurfyrirbrigðið, sem nú hefur farið að láta á sér kræla, gæti valdið verstu stormum í sögu fyrirbrigðisins. El Niño er margra mánaða langt ástand með víðáttumiklum sjávarhitafrávikum í austanverðu Kyrrahafi sem veldur gríðarlegum, oft mannskæðum, veðursveiflum. Ástandið kemur upp á tveggja til sjö ára fresti og varir venjulega í rúmt ár. Áður hefur ástandið náð hápunkti sínum undir lok ársins en NASA segir að ekkert bendi til þess að draga fari úr ástandinu nú og segir stöðuna svipaða og árið 1997 en El Niño hefur aldrei valdið verri stormum en þá. Nú þegar hefur El Niño valdið umfangsmestu flóðum í hálfa öld í Paragvæ, Argentínu, Úrúgvæ og Brasilíu. Yfir 150 þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín, þar af rúmlega hundrað þúsund í Asunción, höfuðborg Paragvæ. Þá létust þrettán í Missouri-fylki Bandaríkjanna eftir að ár flæddu yfir bakka sína í kjölfar ofsaveðurs. Einnig greina veðurfræðingar BBC frá því að El Niño eigi þátt í miklum stormum sem skollið hafa á Bretlandi undanfarið með tilheyrandi flóðum sem hafa valdið því að þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Sömuleiðis á El Niño að hafa átt þátt í ofsaveðrinu sem skall á austurströnd Íslands í fyrrinótt. Alþjóðasamtökin Oxfam, sem berjast gegn fátækt, hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því að stormarnir gætu valdið hungursneyð víðs vegar í Afríku, til að mynda í Eþíópíu, auk þess að auka á eymdina á stríðshrjáðum svæðum á borð við Sýrland, Suður-Súdan og Jemen. Veðurfyrirbrigðið hefur einnig valdið því að hitastig víða um heim hefur verið með óvenjulegu móti. Til að mynda var óvenju hlýtt í Evrópu um jólin og var Reykjavík eina höfuðborg álfunnar sem fagnaði hvítum jólum. Þá hefur hiti einnig læðst niður fyrir frostmark í eyðimörkum Mexíkó og snjóaði til að mynda í Sonora-eyðimörkinni í fyrsta sinn í 33 ár. Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) hefur þó bent á að El Niño sé ekki eina orsök furðulegs veðurfars undanfarið heldur leiki loftslagsbreytingar af mannavöldum þar stórt hlutverk.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira