Drykkja ódýrara víns verður dýrari árið 2016 Snærós Sindradóttir skrifar 31. desember 2015 07:00 Freyðivín er í hugum margra tilvalið til að fagna. Greiningardeild Arion Banka spáir því að fleiri muni hafa efni á því að skála í kampavíni á nýju ári. NordicPhotos/Getty Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen. Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Sala á freyðivíni 2008-2015 í þúsundum lítra Sala á freyðivíni er 4,3 prósentum minni það sem af er ári en á sama tíma í fyrra. Tveir söluhæstu dagar ÁTVR eru í gær og í dag. Sala á freyðivíni hefur gjarnan þótt gefa vísbendingu um efnahagsástandið en til marks um það dróst salan nokkuð saman við hrun. Hún jókst að nýju árið 2011. „Miðað við þetta verður árið í svipaðri tölu og í fyrra. Það má búast við mörgu fólki í dag. Almennt er mikið að gera á gamlársdag. Gærdagurinn er einn stærsti dagur ársins,“ segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR.Sigrún Ósk SigurðardóttirÁ síðustu tveimur dögum ársins í fyrra seldust fimmtán þúsund lítrar af freyðivíni, sem er ríflega þreföld sala janúarmánaðar á þessu ári. Um áramótin lækkar virðisaukaskattur á áfengi úr 24 prósentum í 11 prósent en á móti hækka áfengisgjöld um rúmlega tuttugu prósent. Þetta er gert til að sporna við virðisaukaskattsvikum í veitingarekstri.Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaÓlafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir að þetta þýði í raun og veru að ódýrara vín hækki en dýrara vín lækki. „Áfengisgjald er föst krónutala per áfengiseiningu, það fer eftir áfengisinnihaldinu og leggst á hreinan vínanda. Það tekur ekki tillit til þess hvort varan var ódýr eða dýr í upphafi,“ segir Ólafur sem kveður Félag atvinnurekenda hafa lagt til að ÁTVR dragi úr sinni álagningu til að vega á móti þessum breytingum. „En það hlaut ekki náð fyrir augum Alþingis.“ Ólafur segir að sagan sýni að þegar ódýrara vín hækki séu margir ginnkeyptari fyrir heimabruggi og jafnvel smyglvarningi. „Það er ekki endalaust hægt að skattpína þá sem fá sér í glas. Á einhverjum tímapunkti fer það að hafa afleiðingar sem vinna gegn ábyrgri áfengisstefnu,“ segir Ólafur Stephensen.
Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira