Sjúkrahús Lækna án landamæra skammt frá sýrlensku borginni Homs eyðilagðist að hluta eftir að tunnusprengjum var varpað á bygginguna á laugardag.
Í tilkynningu frá samtökunum segir að sjö manns hafi fallið í árás laugardagsins sem varð í bænum Zafarana, norður af Homs.
Sprengjunum var varpað úr þyrlu þar sem einni var fyrst varpað og svo annarri eftir að sjúkralið var mætt á staðinn til að hlúa að særðum.
Í frétt Guardian kemur fram að árásum á sjúkrahús og lækna hefur fjölgað nokkuð síðustu misserin. Stjórnarher Sýrlands beiti reglulega tunnusprengjum í aðgerðum sínum.
Læknar án landamæra starfrækja nokkur sjúkrahús í Sýrlandi.
