Styðja forsvarsmenn Landspítalans af heilum hug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. desember 2015 08:31 Landspítalinn. Mynd/Vilhelm Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að hlutverk Alþingis „og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar ummæla sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, viðhafði í fjölmiðlum um helgina um að forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. Páll ritaði pistil á vef Landspítalans síðastliðinni föstudag en þá um morguninn hafði hann farið á fund fjárlaganefndar vegna fjárlaga næsta árs. Sagði Páll að á fundinum hefði hann mætt skilningsleysi og í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn sagði hann forystu fjárlaganefndar nánast saka stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Í yfirlýsingu læknaráðs og hjúkrunarráðs spítalans kemur fram að þau styðji af heilum hug „eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tyrggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára.“ Þá leggja ráðin tvö jafnframt traust sitt á „að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað.” Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala minna á að hlutverk Alþingis og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.Fagleg þjónustaLandspítala, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggja á því að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem þjóðarsjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Rekstur Landspítala hefur verið í járnum undanfarin ár og fjármagn til uppbyggingar og endurnýjunar innviða hans naumt skammtað og í mörg ár nánast alveg skorið niður. Á þessu þarf að verða breyting.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala styðja af fullum hug eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tryggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára. Ekki verður heldur undan því skotist að sinna viðhaldi og endurnýjun á starfsaðstöðu og húsnæði spítalans, sem vanrækt hefur verið um langt árabil vegna fjárskorts. Ekki verður séð að í núverandi frumvarpi að fjárlögum sé gert ráð fyrir þessum mikilvægu liðum með fullnægjandi hætti. Fjárveitingar tilinnviða heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, þ.e.a.s. endurnýjunar og viðhalds húsnæðis, tækjakaupa og framþróunar hefur undanfarin ár verið með því allra lægsta sem um getur í OECD löndum. Að meðaltali verja OECD löndin 0,5% af VLF sem á Íslandi samsvarar 10 milljörðum króna ár hvert. Ef miðað er við Norðurlöndin, t.d. Danmörku, væru um 14 milljarðar eyrnamerktir þessum lið. Íslenskstjórnvöld hafa skv. skýrslu OECD varið sem svarar 0,1% af VLF í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þar í næst neðsta sæti OECD landanna. Lítil sem engin merki eru um að í dag sé gert ráð fyrir breytingum á þeirri þróun eða framlögum stjórnvalda til málaflokksins. Slíkt er áhyggjuefni og læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hvetja til þess að sú vegferð verði strax tekin til endurskoðunar.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað. Tengdar fréttir Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag. 30. nóvember 2015 15:45 Öll spjót standa nú á Vigdísi Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn verða að sýna ábyrgð og finna Vigdísi Hauksdóttur annan vettvang en þingið. 30. nóvember 2015 16:31 Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. 30. nóvember 2015 20:07 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem minnt er á að hlutverk Alþingis „og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar ummæla sem Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, viðhafði í fjölmiðlum um helgina um að forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. Páll ritaði pistil á vef Landspítalans síðastliðinni föstudag en þá um morguninn hafði hann farið á fund fjárlaganefndar vegna fjárlaga næsta árs. Sagði Páll að á fundinum hefði hann mætt skilningsleysi og í fréttum Stöðvar 2 á sunnudaginn sagði hann forystu fjárlaganefndar nánast saka stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Í yfirlýsingu læknaráðs og hjúkrunarráðs spítalans kemur fram að þau styðji af heilum hug „eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tyrggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára.“ Þá leggja ráðin tvö jafnframt traust sitt á „að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað.” Yfirlýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan:Læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala minna á að hlutverk Alþingis og sérstaklega fjárlaganefndar er að tryggja að tekjustofnar ríkisins dugi fyrir sameiginlegri grunnþörf og þjónustu samfélagsins.Fagleg þjónustaLandspítala, lækningar, hjúkrun, endurhæfing og rannsóknir byggja á því að fjárveitingar dugi fyrir því hlutverki sem þjóðarsjúkrahúsinu er ætlað að gegna. Rekstur Landspítala hefur verið í járnum undanfarin ár og fjármagn til uppbyggingar og endurnýjunar innviða hans naumt skammtað og í mörg ár nánast alveg skorið niður. Á þessu þarf að verða breyting.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala styðja af fullum hug eljusemi forsvarsmanna spítalans til að tryggja fullnægjandi framlög til rekstrar spítalans í fjárlögum ársins 2016 og minna á að taka verður tillit til fjölgunar í hópi aldraðra og aukinnar þjónustueftirspurnar sem vex að meðaltali um 1,7% á milli ára. Ekki verður heldur undan því skotist að sinna viðhaldi og endurnýjun á starfsaðstöðu og húsnæði spítalans, sem vanrækt hefur verið um langt árabil vegna fjárskorts. Ekki verður séð að í núverandi frumvarpi að fjárlögum sé gert ráð fyrir þessum mikilvægu liðum með fullnægjandi hætti. Fjárveitingar tilinnviða heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi, þ.e.a.s. endurnýjunar og viðhalds húsnæðis, tækjakaupa og framþróunar hefur undanfarin ár verið með því allra lægsta sem um getur í OECD löndum. Að meðaltali verja OECD löndin 0,5% af VLF sem á Íslandi samsvarar 10 milljörðum króna ár hvert. Ef miðað er við Norðurlöndin, t.d. Danmörku, væru um 14 milljarðar eyrnamerktir þessum lið. Íslenskstjórnvöld hafa skv. skýrslu OECD varið sem svarar 0,1% af VLF í fjárfestingar í innviðum heilbrigðisþjónustunnar og eru þar í næst neðsta sæti OECD landanna. Lítil sem engin merki eru um að í dag sé gert ráð fyrir breytingum á þeirri þróun eða framlögum stjórnvalda til málaflokksins. Slíkt er áhyggjuefni og læknaráð og hjúkrunarráð Landspítala hvetja til þess að sú vegferð verði strax tekin til endurskoðunar.Læknaráð oghjúkrunarráð Landspítala leggja traust sitt á að nefndarmenn í fjárlaganefnd og svo Alþingi allt hlutist til um það að fjárveitingar komandi árs tryggi að hægt sé að reka Landspítala í samræmi við þær kröfur og hlutverk sem honum er ætlað.
Tengdar fréttir Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag. 30. nóvember 2015 15:45 Öll spjót standa nú á Vigdísi Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn verða að sýna ábyrgð og finna Vigdísi Hauksdóttur annan vettvang en þingið. 30. nóvember 2015 16:31 Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42 Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. 30. nóvember 2015 20:07 „Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segja framkomu Vigdísar í garð Páls setja blett á Alþingi Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu formann fjárlaganefndar harðlega við upphaf þingfundar í dag. 30. nóvember 2015 15:45
Öll spjót standa nú á Vigdísi Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins segir flokkinn verða að sýna ábyrgð og finna Vigdísi Hauksdóttur annan vettvang en þingið. 30. nóvember 2015 16:31
Segir Vigdísi beita „skítatrikkum“ á nefndarfundum „Það er algert hneyksli að þessi kona hafi fengið að vera formaður í valdamestu þingnefnd landsins jafn lengi og raun ber vitni,“ segir Davíð Stefánsson, fyrrverandi varaþingmaður Vinstri grænna. 29. nóvember 2015 23:42
Vigdís vill ekki vera á sama plani og þingflokksformenn stjórnarandstöðu Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar hittust í morgun til að ræða ummæli Vigdísar Hauksdóttur formanns fjárlaganefndar um að forstjóri Landsspítalans hefði orðið uppvís að andlegu ofbeldi. 30. nóvember 2015 20:07
„Snýst ekki um sálarlíf eða líðan Vigdísar Hauksdóttur“ Páll Matthíasson ræðir framkomu fjárlaganefndar. 30. nóvember 2015 10:50