Forstjóri Landsspítalans segir meirihluta fjárlaganefndar saka stjórnendur spítalans um stöðugt væl Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2015 19:18 Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd. Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Forstjóri Landsspítalans er sleginn yfir því skilningsleysi sem hann segist hafa mætt að hálfu forystu fjárlaganefndar Alþingis sem nánast saki stjórnendur spítalans um að vera með stöðugt væl. Formaður nefndarinnar segir hana alltaf verða fyrir miklum þrýsingi við gerð fjárlaga en hún láti ekki undan andlegu ofbeldi. Það gera sér allir grein fyrir að rekstur Landsspítalans er dýr. Til að mynda fara 50 milljarðar til spítalans samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Stjórnendur spítalans telja sig engu að síður þurfa meira og hafa lagt fram óskir um það til fjárlaganefndar. Páll Matthíasson forstjóri spítalans telur að 2,5 til þrjá milljarða vanti til viðbótar á næsta ári. Hann undrast framkomu Vigdísar Hauksdóttur formanns og Gunnlaugs Þórs Júlíussonar varaformanns fjárlaganefndar á síðasta fundi með nefndinni á föstudag. „Viðhorf forystu fjárlaganefndar ollu mér vonbrigðum. Það er rétt og það er kannski fyrst og fremst vegna þess að þarna rann það upp fyrir mér aðþau telja að mjög mikið fé hafi verið sett til spítalans nú síðustu tvö árin. En við séum hins vegar botnlaust gímald sem séum að væla alltaf um meira og það er alls ekki svo,“ segir Páll. Núverandi ríkisstjórn hafi vissulega bætt í framlög til spítalans og það beri að þakka. En hins vegar hafi verið vanáætlað til hans í áratugi og það taki tíma að leiðrétta það til að ná yfirlýstum markmiðum stjórnvalda um að útgjöld til heilbrigðismála nái meðaltali Norðurlandanna. Framlög til rekstrar, viðhalds og launa hafi lengi verið vanreiknuð og vandinn orðinn mikill.Ekki gert ráð fyrir auknu álagi „Hins vegar er vandinn kannski fyrst og fremst sá að álagið er að aukast á okkur ár frá ári um það sem við metum upp á 1,7 prósent. Sem er nærri milljarður króna. En það er ekki gert ráð fyrir því ólíkt því sem er hjá Sjúkratryggingum þar sem tryggingaflokkar fá ákveðna uppreiknun á hverju árivegna breytinga á álagi og aldurssamsetningar þjóðarinnar,“ segir Páll. Vigdís Hauksdóttirvísir/ernir Formaður fjárlaganefndar segist ekki ætla að munnhöggvast við Pál. Hann sé góður maður sem vinni störf sín af alúð. Enginn hafi hins vegar meiri skiling á þörfum heilbrigðiskerfisins og núverandi stjórnarmeirihluti. Margir þrýsti hins vegar á fjárlaganefnd. „En það er þessi árstími. Við skulum athuga að það er verið að sækja að okkur úr öllum áttum. En við látum ekki svona andlegt ofbeldi ná til okkar. Því það er náttúrlega verið að leggja á okkur gríðarlega pressu. Og kenna forystu fjárlaganefndar um að spítalinn fái ekki nægjanlega mikið fé – það eru náttúrlega eins og hann veit best sjálfur samningaviðræður milli spítalans og heilbrigðisráðherra sem ákvarða töluna inn í fjárlögin. Þannig að ég erfi þetta ekki við hann,“ segir Vigdís. Verið sé að auka framlög til S-merktra lyfja, viðhalds og vegna kjarasamninga en fjárlaganefnd skilar nefndarálitum sínum á miðvikudag. „En við reiknum ekki með því að það fari meira fé í fjárlagaliðinn sem Landsspítalinn stendur fyrir,“ segir Vigdís. Það er að segja frá meirihlutanum en minnihlutinn mun leggja til að meira fjármagn fari til spítalans. „ Breytingatillögurnar eru að detta inn þessa dagana og við munum koma með tillögur í þessa veru ef meirihlutinn sér akki að sér,“ segir Oddný G. Harðardóttir fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd.
Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira