Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 11:29 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira