Hótaði að klippa fingur af sambýlskonu sinni og veita henni brunasár Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júní 2015 18:00 Myndin sýnir sviðsett heimilisofbeldi og sýnir ekki aðila málsins. vísir/getty Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá kröfu manns um að nálgunarbann hans verði fellt úr gildi. Ástæðan fyrir frávísuninni er að áfrýjun mannsins barst dómnum of seint. Maðurinn á að baki nokkurn sakaferil, m.a. vegna brota gegn almennum hegningarlögum, umferðarlögum, vopnalögum og lögum um ávana- og fíkniefni. Hann hefur hlotið níu refsidóma, síðast í júlí 2013. Að auki bíður hann dóms eftir að hafa beitt lögreglumann ofbeldi í desember. Þann 19. júní síðastliðinn fór lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðisins fram á það að Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti ákvörðun sína um að maðurinn myndi sæta brottvísun af heimili sínu og nálgunarbanni í fjórar vikur. Einnig var manninum bannað að hafa samband við fyrrverandi sambýliskonu sína og barn hennar.Vildi stýra við hvern konan hefði samskipti Konan fór fram á nálgunarbann í kjölfar atburða sem áttu sér stað 12. júní. Fólkið hafði verið í sumarbústað á Suðurlandi í tæpa viku. Þar gerðist það í tvígang að maðurinn réðst að konunni, hélt henni niðri og sló hana ítrekað í andlitið. Á leiðinni heim úr bústaðnum veittist maðurinn að konunni sem flúði úr bíl þeirra við Litlu Kaffistofuna og leitaði sér aðhlynningar þar. Maðurinn hélt för sinni til Reykjavíkur áfram. Við komu á slysa- og bráðamóttöku hafi fundist áverkar víðsvegar um líkama konunnar sem samræmdust lýsingum á ofbeldinu. Samband þeirra hafði staðið í um fjóra mánuði, gekk vel í fyrstu og innan skamms flutti maðurinn inn. Skömmu síðar hóf maðurinn að beita og hóta ofbeldi ítrekað. Maðurinn skipaði henni til að mynda að fylgja sér hvert sem hann færi, tók af henni farsímann og reyndi að stjórna hvern hún hefði samband við. Þann 8. maí síðastliðinn leitaði konan sér skjóls inn í verslun til að komast undan manninum. Hún hafði verið að aka manninum til félaga síns og á leiðinni hafði hann hótað að klippa af henni fingur með töng sem var í bílnum. Einnig hitaði hann hafnaboltakylfu með kveikjara og hótaði að brenna hana með kylfunni. Konan tilgreindi einnig tilvik þar sem maðurinn kom eitt sinn heim um göngutúr og vændi hana um framhjáhald. Lét hann hana meðal annars blása framan í sig til að kanna hvort hann fyndi „brundlykt“ úr henni. Maðurinn mætti ekki er málið var dómtekið í héraðsdómi en verjandi hans mætti fyrir hans hönd. Mótmælti hann málsmeðferðinni og sagði kröfuna eingöngu byggða á framburði brotaþola. Þann 15. júní braut maðurinn skilyrði nálgunarbannsins er hann setti sig í samband við konuna á Facebook. Samtalið var lagt fyrir réttinn og benti verjandi mannsins á að samskipti þeirra hefðu verið hin vinalegustu. Kröfum hans var hafnað í héraðsdómi og málinu vísað frá Hæstarétti þar sem áfrýjun barst réttinum 24. júní. Áfrýjunarfrestur er aðeins þrír dagar. Er manninum því gert að sæta nálgunarbanni í fjórar vikur.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Fleiri fréttir Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Sjá meira