Erlent

Stríðið er átök kynslóðarinnar

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
David Cameron
David Cameron nordicphotos/afp
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að átökin við Íslamska ríkið væru átök okkar kynslóðar.

Þetta sagði hann eftir hryðjuverkaárás Íslamska ríkisins á ferðamannastað í borginni Sousse í Túnis í síðustu viku þar sem 30 Bretar létu lífið. Alls létust 36 manns.

Um 3.500 Bretar hafa yfirgefið sumardvalarstaði sína í Túnis undanfarna daga og breski herinn hefur flutt hina látnu og aðstandendur þeirra heim til Bretlands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×