Aukinn þrýstingur vegna verkfalls Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. apríl 2015 18:40 Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót. Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Geislafræðingar segjast upplifa aukinn þrýsting frá stjórnendum Landspítalans vegna verkfalls þeirra. Helmingi, þeirra beiðna sem borist hafa frá spítalanum um undanþágu til að kalla út geislafræðinga vegna verkfallsins, hefur verið hafnað. Tæpar tvær vikur eru frá því að verkfallsaðgerðir Bandalags háskólanna hófust. Þá lögðu meðal annars 108 geislafræðingar sem starfa hjá ríkinu niður störf en um sextíu af þeim starfa á Landspítalanum. Að jafnaði eru um sextán geislafræðingar á dagvakt á spítalanum en á meðan á verkfallinu stendur eru þeir sex. Verkfall geislafræðinganna hefur mikil áhrif á starfsemi Landspítalans sérstaklega á þá starfsemi sem tengist krabbameinssjúklingum. Til að mynda er ekki hægt að framkvæma allar rannsóknir sem venjulega er hægt og þá hefur ekki verið unnt að hefja nýjar geislameðferðir. Formaður Félags geislafræðinga segist upplifa aukinn þrýsting frá Landspítalanum vegna þess ástands sem myndast hafi á spítalanum. „Það er náttúrulega bara þrýstingur. Það er ástand á sjúkrahúsinu nú eru bara áhrifin komin af miklum þunga og þá verður náttúrulega, það liggur í hlutarins eðli, að þá verða átökin meiri,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Spítalinn hefur til að mynda óskað nokkrum sinnum eftir að fá undanþágu frá verkfallinu til að kalla út fleiri geislafræðinga til vinnu. „Það hafa sem sagt borist fjórar undanþágubeiðnir til Félags geislafræðinga og tveim hefur verið hafnað,“ segir Katrín. Í vikunni sögðum við frá Hinriki A. Hansen sem er með heilaæxli og komst ekki í myndatöku vegna verkfallsins. Hann sakaði meðal verkalýðsfélögin, nú síðast BHM, um að taka sjúklinga í gíslingu til að sækja launahækkanir. „Ég get alveg fullvissað þig um það að það er fullt samþykki þarna og menn eru sammála um það að sjúklingar sem geta hlotið svona skaða af þeir eiga ekki að bíða,“ segir Katrín. Katrín segir kröfu félagsins skýra. Það er að menntun verði metin til launa en lægstu laun félagsmanna samkvæmt kjarasamningum eru í dag um 330 þúsund krónur sem hún telur alltof lág. Hún segir félagsmenn tilbúna til að standa í verkfallsaðgerðunum jafnvel svo mánuðum skipti til að knýja fram kjarabót.
Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira