Innlent

Svipuð verðmæti og handritin

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs og mun gríðarlegt magn ómetanlegra menningarverðmæta hverfa í sjóinn á næstu árum verði ekkert að gert. Sérfræðingur um sjóminjar hér á landi segir menningarlegt stórslys í uppsiglingu.

Mikill fjöldi minja um allt land er í stórhættu vegna sjávarrofs, og ekki síst minjar um sjávarútveg og sjósókn Íslendinga frá landnámi og allt fram á 20. öld. Um er að ræða gríðarlegt magn menningarverðmæta sem eru nær órannsökuð og munu að óbreyttu hverfa í sjóinn. Eyþór Eðvarðsson fer fyrir áhugahópi um sjóminjar á Íslandi. Hann segir að í stuttu máli sé ástandið grafalvarlegt en misalvarlegt eftir landsvæðum þó. Brimið er að aukast og sjávarrofið orðið meira og strandminjarnar því óðum að hverfa

„Við verðum sem þjóð að átta okkur á því að þetta eru svipuð verðmæti og handritin. Þetta voru ómerkilega minjar þegar það var verið að safna þessu saman en eru í dag okkar stærstu gersemar. Þetta eru þjóðargersemar. Nú eru þessar síðustu leyfar útgerðarinnar að hverfa. Þetta er stórslys.

Hann segir víða sé orðið of seint að grípa í taumana.

„Við þurfum að skrá þetta og bjarga því sem hægt er að bjarga. Það þarf að gerast á okkar vakt. Við erum sú kynslóð sem getum bjargað þessu, og við höfum bara tuttugu ár kannski. Það er bara ein leið til að gera það og það er að hefjast handa,“ segir Eyþór.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×