Hugsjónir Bjartrar framtíðar Guðmundur Steingrímsson skrifar 18. apríl 2015 07:00 Í viðtali á dögunum auglýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir meiri umræðu um hugsjónir í íslenskum stjórnmálum. Okkur í Bjartri framtíð er ljúft og skylt að bregðast við áskoruninni. Fátt er mikilvægara í stjórnmálum en að ræða hugsjónir. Björt framtíð er hugsuð frá grunni sem flokkur nýrrar kynslóðar í stjórnmálum, nýrra aðferða og nýrra tækifæra. Við teljum að flest mál sé hægt að leysa með skynsamlegu samráði, með því að skiptast á skoðunum og deila kunnáttu og upplýsingum. Við bendum á að úti um allt í samfélaginu er farsællega verið að leysa flókin mál, án þess að fólk telji nauðsynlegt að grípa til svívirðinga, útúrsnúninga eða klækjabragða. Það sem er hægt í daglega lífinu, er líka hægt í pólitík. Með þessu hugarfari viljum við taka þátt í stjórnmálum.Vertu þú sjálf En stjórnmálaþátttaka okkar snýst ekki bara um þetta. Samráð væri lítilfjörlegt ef fólk kæmi ekki til borðsins nestað hugsjónum og sýn. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Þetta þýðir að við teljum að gott samfélag einkennist af því að sem flestar manneskjur geti notið hæfileika sinna á þann hátt sem þær óska. Vertu þú sjálf, segjum við. Gerðu það sem þú vilt. Hlutverk ríkisvaldsins er að skapa góða umgjörð fyrir svona samfélag. Mjög víða er misbrestur á því. Hugsunin virðist oft vera allt önnur. Sérhagsmunum er hampað á kostnað hagsmuna fjöldans. Sumum atvinnugreinum á kostnað annarra. Þannig nálgun hafnar Björt framtíð. Björt framtíð leggur höfuðáherslu á réttindi allra til þess að fá notið sjálfstæðis og frelsis. Þess vegna vill Björt framtíð freista þess að ná góðum samningi við ESB og taka í kjölfarið upp evru. Það er mögulega besta leiðin til að skapa þessa umgjörð sem við tölum um: Þar sem fólk getur á grunni meiri stöðugleika, fjölbreyttari tækifæra og betri lífskjara skapað sér sitt eigið líf.Stóru málin Þess vegna brennum við líka fyrir menntamál og heilbrigðismál. Þau mál eru ekki eins mikið rædd og við myndum vilja. Góð menntun er höfuðforsenda þess að fólk geti ræktað sig sjálft og uppgötvi hæfileika sína. Gott heilbrigði, andlegt og líkamlegt, er það líka. Það er okkur óskiljanlegt af hverju brottfall úr skólum er ekki höfuðúrlausnarefni stjórnmálanna eða uppbygging heilsugæslu og lýðheilsu um land allt. Við erum mannréttindaflokkur. Við líðum ekki misrétti. Sumir halda kannski að þessi mál séu í stakasta lagi. Svo er ekki. Tökum dæmi: Fatlað fólk nýtur ekki mannréttinda, innflytjendur lenda milli steins og sleggju, skoðanakúgun fyrirfinnst í litlum einsleitum samfélögum, trúarfordómar eru stigvaxandi, fólk fær ekki að bera nafn sitt án opinberra afskipta, gæðum er útdeilt á óréttlátan hátt og allt of margir búa við fátækt. Verkefnin eru æpandi. Við viljum líka að Ísland tali skýrt gegn mannréttindabrotum af öllu tagi á heimsvísu og sé boðberi jafnréttis og friðar.Þumalputtaregla BF Björt framtíð heitir þessu nafni af ástæðu. Við teljum að langtímahugsun sé nánast engin í stjórnmálum á Íslandi. Við viljum breyta því. Allt sem við gerum í dag getur bætt heiminn á morgun. Ef allir hefðu hugsað svona alltaf, væri heimurinn frábær. Þetta er mælikvarði Bjartrar framtíðar, sem við leggjum á öll mál: Bætir aðgerðin, stefnan, þingmálið, kjarasamningar heiminn á morgun eða er vandanum velt á komandi kynslóðir? Af þessum sökum lögðumst við til dæmis gegn svonefndri skuldaleiðréttingu. Hún bitnar á framtíðinni. Við erum umhverfisverndarflokkur. Gæðum náttúrunnar, hreinni og lífvænlegri veröld, verðum við að skila til næstu kynslóða. Það er hugsunin með sjálfbærni. Hana aðhyllumst við. Við leggjumst gegn hvers konar sóun og illri meðferð lífsins gæða, á hvaða sviði sem er.Enga frekju Við aðhyllumst traust til fólks. Þess vegna erum við lýðræðisafl. Svona lítum við á Alþingi: Þar kemur saman fólk sem aðhyllist ólíkar hugsjónir. Það er fegurðin við þingið. Hún er ekki alltaf augljós. Við teljum að þar sem ólík sjónarmið koma saman, á þingi eða í sveitarstjórnum, sé líklegast að bestu lausnirnar skapist. Við viljum hlusta jafnmikið og við tölum. Gegn ofbeldi og yfirgangi munum við þó alltaf berjast af hörku, svo það sé á hreinu. Freki kallinn á ekki heima í Bjartri framtíð. Mjög mikið þarf að breytast til þess að þjóðfélagið verði eins og Björt framtíð vill hafa það. En til þess er Björt framtíð: Til þess að breyta. Til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Til þess að gera eitthvað af viti.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðmundur Steingrímsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í viðtali á dögunum auglýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir eftir meiri umræðu um hugsjónir í íslenskum stjórnmálum. Okkur í Bjartri framtíð er ljúft og skylt að bregðast við áskoruninni. Fátt er mikilvægara í stjórnmálum en að ræða hugsjónir. Björt framtíð er hugsuð frá grunni sem flokkur nýrrar kynslóðar í stjórnmálum, nýrra aðferða og nýrra tækifæra. Við teljum að flest mál sé hægt að leysa með skynsamlegu samráði, með því að skiptast á skoðunum og deila kunnáttu og upplýsingum. Við bendum á að úti um allt í samfélaginu er farsællega verið að leysa flókin mál, án þess að fólk telji nauðsynlegt að grípa til svívirðinga, útúrsnúninga eða klækjabragða. Það sem er hægt í daglega lífinu, er líka hægt í pólitík. Með þessu hugarfari viljum við taka þátt í stjórnmálum.Vertu þú sjálf En stjórnmálaþátttaka okkar snýst ekki bara um þetta. Samráð væri lítilfjörlegt ef fólk kæmi ekki til borðsins nestað hugsjónum og sýn. Björt framtíð er frjálslyndur flokkur. Þetta þýðir að við teljum að gott samfélag einkennist af því að sem flestar manneskjur geti notið hæfileika sinna á þann hátt sem þær óska. Vertu þú sjálf, segjum við. Gerðu það sem þú vilt. Hlutverk ríkisvaldsins er að skapa góða umgjörð fyrir svona samfélag. Mjög víða er misbrestur á því. Hugsunin virðist oft vera allt önnur. Sérhagsmunum er hampað á kostnað hagsmuna fjöldans. Sumum atvinnugreinum á kostnað annarra. Þannig nálgun hafnar Björt framtíð. Björt framtíð leggur höfuðáherslu á réttindi allra til þess að fá notið sjálfstæðis og frelsis. Þess vegna vill Björt framtíð freista þess að ná góðum samningi við ESB og taka í kjölfarið upp evru. Það er mögulega besta leiðin til að skapa þessa umgjörð sem við tölum um: Þar sem fólk getur á grunni meiri stöðugleika, fjölbreyttari tækifæra og betri lífskjara skapað sér sitt eigið líf.Stóru málin Þess vegna brennum við líka fyrir menntamál og heilbrigðismál. Þau mál eru ekki eins mikið rædd og við myndum vilja. Góð menntun er höfuðforsenda þess að fólk geti ræktað sig sjálft og uppgötvi hæfileika sína. Gott heilbrigði, andlegt og líkamlegt, er það líka. Það er okkur óskiljanlegt af hverju brottfall úr skólum er ekki höfuðúrlausnarefni stjórnmálanna eða uppbygging heilsugæslu og lýðheilsu um land allt. Við erum mannréttindaflokkur. Við líðum ekki misrétti. Sumir halda kannski að þessi mál séu í stakasta lagi. Svo er ekki. Tökum dæmi: Fatlað fólk nýtur ekki mannréttinda, innflytjendur lenda milli steins og sleggju, skoðanakúgun fyrirfinnst í litlum einsleitum samfélögum, trúarfordómar eru stigvaxandi, fólk fær ekki að bera nafn sitt án opinberra afskipta, gæðum er útdeilt á óréttlátan hátt og allt of margir búa við fátækt. Verkefnin eru æpandi. Við viljum líka að Ísland tali skýrt gegn mannréttindabrotum af öllu tagi á heimsvísu og sé boðberi jafnréttis og friðar.Þumalputtaregla BF Björt framtíð heitir þessu nafni af ástæðu. Við teljum að langtímahugsun sé nánast engin í stjórnmálum á Íslandi. Við viljum breyta því. Allt sem við gerum í dag getur bætt heiminn á morgun. Ef allir hefðu hugsað svona alltaf, væri heimurinn frábær. Þetta er mælikvarði Bjartrar framtíðar, sem við leggjum á öll mál: Bætir aðgerðin, stefnan, þingmálið, kjarasamningar heiminn á morgun eða er vandanum velt á komandi kynslóðir? Af þessum sökum lögðumst við til dæmis gegn svonefndri skuldaleiðréttingu. Hún bitnar á framtíðinni. Við erum umhverfisverndarflokkur. Gæðum náttúrunnar, hreinni og lífvænlegri veröld, verðum við að skila til næstu kynslóða. Það er hugsunin með sjálfbærni. Hana aðhyllumst við. Við leggjumst gegn hvers konar sóun og illri meðferð lífsins gæða, á hvaða sviði sem er.Enga frekju Við aðhyllumst traust til fólks. Þess vegna erum við lýðræðisafl. Svona lítum við á Alþingi: Þar kemur saman fólk sem aðhyllist ólíkar hugsjónir. Það er fegurðin við þingið. Hún er ekki alltaf augljós. Við teljum að þar sem ólík sjónarmið koma saman, á þingi eða í sveitarstjórnum, sé líklegast að bestu lausnirnar skapist. Við viljum hlusta jafnmikið og við tölum. Gegn ofbeldi og yfirgangi munum við þó alltaf berjast af hörku, svo það sé á hreinu. Freki kallinn á ekki heima í Bjartri framtíð. Mjög mikið þarf að breytast til þess að þjóðfélagið verði eins og Björt framtíð vill hafa það. En til þess er Björt framtíð: Til þess að breyta. Til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Til þess að gera eitthvað af viti.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar