Óendanlegir möguleikar á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 14. október 2015 20:20 Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins. Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Allar spár um fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll undanfarin misseri hafa vanmetið fjölgunina og nú er talið að farþegar verði orðnir sex milljónir á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir miklum vexti í alls konar starfsemi á flugvallarsvæðinu á komandi árum. Í fréttum okkar í gær greindum við frá áætlunum Isavía um stækkun flugstöðvarinnar og fjölgun flugvélastæða á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 2040, með framkvæmdum upp á 70 til 90 milljarða á næstu fimm til sex árum. Fjölgun ferðamanna til Íslands sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli hefur verið miklu meiri undanfarin nokkur ár en nokkrar spár sögðu til um og nú bráðliggur nánast á að stækka flugstöðina. Óttast menn ekkert að vinsældir Íslands og Keflavíkurflugvallar gæti verið bóla sem springur í andlitið á ykkur? „Við erum auðvitað að passa það með því að taka þetta í bitum. Þannig að við munum gera þetta af alvöru. Við erum ekki að gera þetta bara til að byggja einhverja skýjaborg. Þannig að við munum passa það að fara ekki of langt,“ segir Björn Óli Hauksson forstjóri Isavía. En ný þróunaráætlun flugvallarins gerir einmitt ráð fyrir stækkun flugstöðvarinnar og allrar annarrar aðstöðu í skilgreindum áföngum. Þótt draga myndi úr fjölgun ferðamanna til Íslands sé mikil fjölgun á farþegum á leið yfir Atlantshafið með millilendingu í Keflavík. Einnig sé stöðugur vöxtur í inn- og útflutningi um flugvöllinn. Í þróunaráætluninni er gert ráð fyrir uppbyggingu svo kallaðrar Airport City við flugvöllinn, eða byggðar fyrir alls kyns fyrirtæki og þjónustu. „Airport City er hugtak sem er notað um starfsemi sem nýtur góðs af nærveru við flugvöll. Það getur bæði verið léttiðnaður, skrifstofur eða ráðstefnusalir. Við erum með hótelpælingar á svæðinu líka. En þetta er líka spurning um að menn noti ímyndunaraflið og komi með mismunandi atvinnugreinar þarna inn. Það er mjög mismunandi hvernig þetta er. Til dæmis í Amsterdam er stórt svæði af þessari tegund,“ segir Björn Óli. Ef þróunaráætlunin gangi öll eftir fram til ársins 2040 segir Björn Óli að allt að 60 þúsund manns gætu haft atvinnu af afleiddum störfum vegna starfsemi flugvallarins.
Tengdar fréttir Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31 Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur geti tekið á móti allt að sexfalt fleiri farþegum Fyrstu skrefi í stækkun Keflavíkurflugvallar munu hefjast á næsta ári. 13. október 2015 15:31
Um 60 þúsund manns gætu unnið við Keflavíkurflugvöll eftir 25 ár Gert er ráð fyrir gríðarlegri uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli eða fyrir 70 -90 milljarða á næstu fimm til sex árum. 13. október 2015 21:00