Viðskipti innlent

Fjármálaeftirlitið upplýsir ekki hvort verið sé að skoða Símasölu

Sæunn Gísladóttir skrifar
Hlutabréf í Símanum voru seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu í ágúst.
Hlutabréf í Símanum voru seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu í ágúst. Vísir/Vilhelm
Fjármálaeftirlitið getur ekki veitt upplýsingar um það hvort verið sé að skoða sölu Símans á tíu prósent hlut áður en úboð á hlutafé í honum fór fram.

„Fjármálaeftirlitið getur ekki veitt upplýsingar um það hvort mál eru til meðferðar hjá stofnuninni eða hvort hún hyggst taka mál til skoðunar, fyrr en þá að lokinni málsmeðferð og þá í formi gagnsæistilkynningar. Bent er á ríka trúnaðarskyldu Fjármálaeftirlitsins samkvæmt lögum sem takmarkar möguleika stofnunarinnar til að tjá sig opinberlega um mál sem eru til meðferðar," segir í svari Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarforstjóra FME, við fyrirspurn Vísis.

Vísir greindi frá því að Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og varaformaður fjárlaganefndar, ætlar að kalla fulltrúa Bankasýslu ríkisins á fund nefndarinnar, til að fá svör við nokkrum spurningum er varðar sölu Arion banka á hlutum í Símanum, en bankinn valdi viðskiptavini og fjárfesta sem fengu að kaupa hlut í félaginu stuttu áður en að almennt útboð fór fram á félaginu. 

Vísir greindi frá því að hlutabréf í Símanum voru seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og stjórnendur Símans greiddu þegar þeir keyptu 5 prósenta hlut fyrirtækinu í í ágúst. Fjárfestarnir, undir merkjum félagsins L1088 ehf, keyptu hlutina á 1.330 milljónir króna eða 2,5 krónur á hlut samkvæmt því sem fram kom í frétt Kjarnans.  

Meðalútboðsgengið þegar Arion banki seldi 21 prósenta hlut í Símanum var 3,33 krónur á hlut sem þýðir að 5 prósenta hlutur í Símanum er nú metin á um 1.770 milljónir króna eða um 440 milljónum krónum meira en hópurinn keypti bréfin á. Þá er hlutur Orra nú metinn á um 128 milljónir króna og hefur því hækkað um 22 milljónir króna.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×