Viðskipti innlent

Arion banki þvertekur fyrir að hafa fengið tilboð á hærra gengi

Sæunn Gísladóttir skrifar
Arion banki hefur lýst því yfir að bankanum barst ekki tilboð um kaup hlutabréfa í Símanum á hærra gengi.
Arion banki hefur lýst því yfir að bankanum barst ekki tilboð um kaup hlutabréfa í Símanum á hærra gengi.
Arion banki hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að bankanum hafi ekki borist tilboð á genginu 3,45 í hlutabréf í Símanum og að á engum tímapunkti bárust bankanum tilboð sem voru hærri en bankinn seldi á.

Morgunblaðið greindi frá því í morgun að fyrir milli­göngu MP banka vildi ótil­greind­ur líf­eyr­is­sjóður kaupa hluta­bréf í Sím­an­um á geng­inu 3,45 í maí, rúm­um þrem­ur mánuðum áður en Ari­on banki ákvað að selja fjár­festa­hópi, und­ir for­ystu for­stjóra Sím­ans, 5% hluta­fjár í fyr­ir­tæk­inu á geng­inu 2,5.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×