Systur og fyrrum liðsfélagar mætast í beinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2015 15:00 Sylvía Rún Hálfdanardóttir mætir eldri systur sinni í kvöld. Vísir/Anton Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Dominos-deild kvenna í körfubolta fer af stað í kvöld en sex af sjö liðum deildarinnar spila þá sinn fyrsta deildarleik á tímabilinu 2015-16. Leikur nýliða Stjörnunnar og meistaraefnanna úr Haukum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en þetta er fyrsti leikur kvennaliðs Stjörnunnar í efstu deild. Haukum var spáð titlinum en fyrirliðar, þjálfarar og forráðamenn búast við því að Stjarnan komist í úrslitakeppnina á sínu fyrsta tímabili í efstu deild.Haukar hafa endurheimt tvær af farsölustu dætrum sínum því landsliðsfyrirliðinn Helena Sverrisdóttir er komin heim úr atvinnumennsku og Pálína Gunnlaugsdóttir spilar aftur með Haukum eftir átta ára dvöl hjá Keflavík og Grindavík. Það er því búist við miklu af liði Hauka sem hafa margar ungar og efnilegar stelpur í liðinu auk þess að fá til sín tvær af allra bestu leikmönnum landsins. Haukarnir eiga líka mikið í nokkrum leikmönnum Stjörnunnar en margar þeirra eru uppaldir Haukaleikmenn eða spiluðu með Haukunum á árum áður.Mestu tengslin eru þó án efa hjá systrunum Báru Fanneyju Hálfdanardóttur og Sylvíu Rún Hálfdanardóttur. Bára Fanney er uppalin Haukaleikmaður og var í hinu sigursæla liði Hauka frá 2005 til 2007 en hún hefur spilað með Stjörnunni undanfarin ár. Sylvía Rún er tíu árum yngri en Bára Fanney og ein af efnilegustu leikmönnum kvennakörfunnar í dag. Sylvía Rún hefur unnið sér sæti í byrjunarliði Hauka á undirbúningstímabilinu. Það er mikill körfubolti í fjölskyldunni, eldri systir þeirra Hanna Hálfdanardóttir var fyrirliði Hauka þegar liðið varð bikarmeistari árið 2005 og móðir þeirra, Sóley Indriðadóttir, var kosin besti leikmaður deildarinnar tímabilið sem hún hjálpaði Haukunum að vinna bikarinn í fyrsta sinn 1984. Faðir þeirra Hálfdan Markússon lék einnig með Haukum á sínum tíma og var aðstoðarþjálfari þegar Haukarnir urðu Íslandsmeistarar 1988 með Pálmar Sigurðsson sem spilandi þjálfara. Ragna Margrét Brynjarsdóttir, miðherji Stjörnunnar, er uppalin Haukakona og það er líka jafnaldra hennar Kristín Fjóla Reynisdóttir. Heiðrún Ösp Hauksdóttir, Bryndís Hanna Hreinsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir spiluðu allar með Haukum á sínum tíma og voru meðal annars Íslandsmeistarar með Rögnu Margréti og Kristínu Fjólu vorið 2009. Það er eini Íslandsmeistaratitil Hauka án þeirra Helenu Sverrisdóttur og Pálínu Gunnlaugsdóttur. Heiðrún Ösp og Telma verða þó líklega ekki með Stjörnunni í kvöld.Leikur Stjörnunnar og Hauka fer fram í Ásgarði í Garðbæ og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og þá hefjast líka leikur Vals og Keflavíkur í Vodafone-höllinni og leikur Hamars og Snæfells í Hveragerði. Grindavíkurliðið situr hjá í fyrstu umferð en spilar sinn fyrsta leik á laugardaginn á móti Val en sá leikur verður sýndur beint á Sportstöðvunum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira